mánudagur, október 29, 2007

Tónlistin ó tónlistin

Ég stend á tónlistarlegum tímamótum núna.
Fyrir nokkrum vikum tókst mér á einhvern ótrúlega snjallan hátt að eyða út allri tónlistinni inni á iTunes-inu mínu. Nokkrum vikum seinna gaf skjárinn á iPod-inum mínum sig og áður en ég vissi af var ég búin að selja Apple búðinni hann á 6000kr inneign. Það var semsagt of dýrt að gera við skjáinn.

Fyrir ykkur sem þurfið frekar útskýringar að þá á ég ENGA tónlist núna. iTunes tómt og iPod í sérstöku iPod himnaríki.

Þetta er mjög skrýtin tilfinnig. Nú er bara að hefjast handa að setja inn gamla góða geisladiska, nota fire wire í tónlistarríkum tölvum og svo ætla ég að fjárfesta í nýjum iPod í San Francisco í næsta mánuði.
Þangað til er það bara gamla góða gufan. Sem er reyndar bara dásamleg.
Skammdegi, snjór, te og Rás 1. Walking in the winterwonderland....

12 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er líka æði að hlusta á klassík fm. þar er bara klassísk tónlist allan daginn og eingir spjallþættir. Hlusta mikið á það heima.

Nafnlaus sagði...

Testing 123
RMÓ

Nafnlaus sagði...

Vá mér finnst ótrúlegt hvað þú ert jákvæð með þetta! Sjiii ég veit að iPodinn þinn hefur verið fullur af yndislegu massa massa tónlist. Knús knús.
Rósa María

Nafnlaus sagði...

jemundur minn.. þetta hlýtur að hafa verið pínu áfall? En gott að líta á björtu hliðarnar og jafnvel uppgötva "ný" lög

Yggla sagði...

mæli með útvarpssögunni upp úr hádegi... það er sko kósý!

Dilja sagði...

Já ég fæ við og við svona smá taugaáfallssting við tilhugsunina... En það verður bara gaman að byrja uppá nýtt.

Tjékka á Klassík FM og Sögu skvíses:)

Nafnlaus sagði...

hér er ég að kvitta fyrir komu mína og með sannri gleði og gjamildi í dag ætla ég að senda þér eitt lag á gmailið þitt til þess að leggja mitt af mörkum á þessum síðustu og bestu tímum :D
Mr. Bojangles verður fyrir valinu að sinni , njóttu vel vinkona og eigðu góðann dag (eða kvöld öllu heldur) kyss og knús, Heba

Dilja sagði...

ÉG ELSKA BOJANGLES
oh takk takk takk

Nafnlaus sagði...

hey, manstu eftir mér ? er enn að bíða eftir símtali :/

Dilja sagði...

hmmm...:(

Nafnlaus sagði...

Sjett...I feel your pain! Samt alveg hægt að taka Pollýönnu á þetta og hugsa sem svo að nú þurfir þú ekki lengur að vera föst í viðjum vanans... Svo er hægt að ganga enn lengra í dramatíkinni...hlaupa allsber niður Laugaveginn og hrópa "N-Ý-T-T U-P-P-H-A-F!!!!!!!!!"

Segi sona...

Nafnlaus sagði...

Síðasti ræðumaður ku hafa verið ég...fröken Brynhildur. Gleymdist í ipod-brjálæðinu.
Koss og knús