Mikið rosalega er kvef eitthvað fríkað ástand. Þá fyllast e-r göng inní andlitinu af slími, sem af og til lekur niður. Stundum sýgur maður upp en stundum þrýstir maður því niður í tissjú.
Röddin breytist og hálsinn þornar og bólgnar. Stundum klæjar mann svo að maður þrýstir andanum hratt út með tilgerðum hreyfingum og hljóðum. Hósta. Hnerra.
Ég er kvefuð.
Í gær mætti í ég í apótekið, lagðist fram á borðið og hélt debetkortinu mínu úti og sagði konunni að týna í poka það allra nauðsynlegasta sem þarf til þess að losna við kvefið sem allra fyrst. Svo týndi ég að sjálfsögðu e-ð kvennlegt drasl í pokann líka. Ég get eytt svo miklum pening í apótekum. Gerir e-ð fyrir mig.
Svo fór ég á trúnó við konuna líka. Stundum hrynur yfir mig eitthver þörf til að deila ótrúlegustu hlutum með afgreiðslufólki. Þetta hef ég gert útum allan heim.
Já ok kannski ekki allan.
En já ég er kvefuð, og stressuð og að drukkna í vinnu. Get ekki unnið fyrir vinnu. Þá er nú mikið sagt.
En allt þetta í graut, er frekar steikt ástand. Með sósu ofan á því.
3 ummæli:
..láttu þér batna gamla...
..flóuð mjólk, heit sængin og góð bók klikkar aldrei - svona ef að þú vilt losna við "horbjóðinn" ;)
sakna þín...
hæ, ég er viss um að þú hefur saknað mín, ég hef allavega saknað þín, þó þú sért með hor.
LG
Skrifa ummæli