Það sem fer mest í taugarnar á mér er:
Smjatt eða hljóðið þegar fólk borðar mat með opinn munninn.
Það er mér (annars mjög svo æðrulausu konunni eehum) algjerlega óskiljanlegt að fullorðið skuli smjatta. Kenndi enginn þeim mannasiði? Smjatt er og hefur lengi krónað á toppnum hjá mér yfir atriði sem fá mig til að vilja hamfletta mann og annan í stað þess að sitja til borðs með smjötturum.
Sötur, rop með lykt, hljóðið sem myndast þegar hnífapör skell á tönnum, prump, hrotur er allt eitthvað sem ég get frekar umborið. En smjatt-hljóð. Það sker á taugarnar. Oj
Annað sem fer líka í taugnarnar á mér eru stöðumælaskuldir. Sérstaklega þegar ég byrja daginn á því að finna eina slíka klemmda undir rúðuþurrkuna. Á þriðjudaginn var reyndar búið að keyra á bílinn minn, sést þónokkuð á honum. En svo var miði undir rúðuþurrkunni: "Afsakið ég á ekki nýju beygluna á bílnum þínum"
Já einmitt. Takk fyrir það elskan!
6 ummæli:
Vá hvað ég er sammála þér, ég geng einu skrefi lengra samt og þoli ekki ef einhver borðar gulrætur eða eitthvað sem heyrist mikið í þegar maður tyggur það.. Verð hreinlega að færa mig yfir í annað herbergi áður en ég lem viðkomandi!
Æ leiðinlegt með bílinn þinn, óheppni.
oh eða epli á meðan maður er að tala við það í símann.
ííííúúúuh!!
Ji, hvað mér fannst fyndið að lesa þetta með smjattið. Ég gæti ekki verið meira sammála og það sem meira er að þá var ég rétt í þessu að koma úr matarboði þar sem húsbóndinn á heimilinu lék sér að því að smjatta. Mig langaði að öskra á hann.
Kveðja frá Lundi,
Anna
stofnum bandalag stelpur!
Er það ekki?
í kína þykir kurteisi að smjatta.
halla skalla
Skrifa ummæli