þriðjudagur, október 02, 2007

Bara svona svo þið vitið...

að þá var Gyðjur og Gleði undir jökli kannski ekki alveg málið...
Svo ég sýni nú mömmu og pabba hversu vel þau ólu mig upp sleppi ég því bara að skrifa lýsingar á námskeiðinu sem ég borgaði 32.000kr fyrir. Já já.
En svona þegar maður heldur varla jafnvægi af kjánahrolli kl.9.30 á laugardagsmorgni, í hring með 14 konum að syngja gleðilegt Drottinslag í jazzaðari útgáfu og dansa hliðar saman hliðar, já þá var bara tími til komin að fara og tjékka sig út. Er það ekki bara?

Að sjálfsögðu hættum við María ekki við að finna Gyðjuna í okkur upp undir Jökli. Ó nei... Tekið var hótelherbergi á Hótel Búðum, sett á sig maska, farið í langa sturtu, kúrt uppí rúmi með Búðarkirkju og hraun sem útsýni, uppbyggileg tímarit lesin, borðaður grænmetismatur, drukkið rautt og hvítt, horft á When Harry Met Sally, farið í langa göngutúra í fjörunni og hrauninu, farið í royal-morgunmat á náttfötum með Kivanis-klúbbnum, Snæfellsnesið keyrt þvert og endilangt og ó já ó já já.
Á maður ekki að selja inná þetta prógram frekar?

Ps. Mæli með Stykkishólmi.

15 dagar í Airwaves, eigum við að ræða þetta e-ð frekar. Nei ég hélt ekki.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Eins og þetta lofaði góðu og virkaði svo spennandi á vefsíðunni. Þær hefðu nú betur fengið þig til að kenna þetta og borgað þér fyrir í staðinn fyrir að hafa þetta öfugt:)

Nafnlaus sagði...

hæjj ... snæfellsnes er fallegast í heimi ;).. hehehe ein smá hlutdræg.. hefðir átt að kýkja við "heima".. sveitinn okkar er í sömu sveit og búðir!

verður að segja mér meira frá þessu námskeiði..

-hlé

Nafnlaus sagði...

hæjj ... snæfellsnes er fallegast í heimi ;).. hehehe ein smá hlutdræg.. hefðir átt að kýkja við "heima".. sveitinn okkar er í sömu sveit og búðir!

verður að segja mér meira frá þessu námskeiði..

-hlé

Nafnlaus sagði...

Er þetta nú bara ekki kjörið tækifæri fyrir okkur systurnar, ykkur í HÁS og mig, til að setja í gang bara svona alvöru Gyðjuhelgis dæmi. Það yrði fullt á öll okkar námskeið og herra Björgólfur mætti fara vara sig á Forbs listanum eftir árið...

Nafnlaus sagði...

Hæhæ, róleg á Næturvaktinni... híhí...
Sigrún perla