mánudagur, október 29, 2007

Tónlistin ó tónlistin

Ég stend á tónlistarlegum tímamótum núna.
Fyrir nokkrum vikum tókst mér á einhvern ótrúlega snjallan hátt að eyða út allri tónlistinni inni á iTunes-inu mínu. Nokkrum vikum seinna gaf skjárinn á iPod-inum mínum sig og áður en ég vissi af var ég búin að selja Apple búðinni hann á 6000kr inneign. Það var semsagt of dýrt að gera við skjáinn.

Fyrir ykkur sem þurfið frekar útskýringar að þá á ég ENGA tónlist núna. iTunes tómt og iPod í sérstöku iPod himnaríki.

Þetta er mjög skrýtin tilfinnig. Nú er bara að hefjast handa að setja inn gamla góða geisladiska, nota fire wire í tónlistarríkum tölvum og svo ætla ég að fjárfesta í nýjum iPod í San Francisco í næsta mánuði.
Þangað til er það bara gamla góða gufan. Sem er reyndar bara dásamleg.
Skammdegi, snjór, te og Rás 1. Walking in the winterwonderland....

fimmtudagur, október 25, 2007

Dill og Mill og AAA á Airwaves

Tvær alltaf soldið ánægðar með sig.

Enda teymið óstöðvandi. Dill og Mill went up a hill. Takk fyrir allt Millis míns. (Hallooh!)
En núna erum við komnar niður á ný, komnar til jarðar eftir eina bestu viku ársins 2007.
Ég er með heimþrá í vikuna 15-21.okt 2007. Langar aftur þangað.

Ef þið viljið kíkja á video-podcast þá eru hérna tveir góðir linkar:
Airwaves podcast
MySpace podcast
Serah Meriah mín Apamamma er þáttarstjórnandinn á MySPace-podcastinu.

En núna er maður bara komin árlegt jólaskap, byrjuð að plana litlu jólin, jólagjafakaup og hlusta á eitt og eitt jólalag. Geng alltaf um með jólasveinahúfu heima við. Nei bara grín.
Grýlurnar Prod. ætla einmitt í spa-ið á morgun. Er það ekki jólalegt?

Svo er margt framundan. Fer til San Francisco og LA um miðjan nóv, jafnvel til Madrid á næstu dögum, Köben, Árósar og Malmö í des. Kannski maður reyni að vinna e-ð líka þarna inná milli. Mikið spennandi að gerast á atvinnuvígvellinum og jeg elsker mit liv!

mánudagur, október 22, 2007

Post depression

Elsku Airwaves er búið og klukkan er 2.30 á sunnudagsnótt, sko aðfaranótt mánudags og ég og Kamilla vorum að koma heim. Tipsy. Ég trúi ekki að þetta sé búið. Eitthvað sem ég er búin að vera að vinna að sl mánuði er bara finito. En allavegaanananananana:

ÞETTA VAR ÆÐISLEGT!!!

Við Kamilla erum að hlusta á Létt 9,67 og fá okkur ristað brauð með osti og gúrku og kókómjólk. Mmmmm.

Bæjó

laugardagur, október 13, 2007

Diljá during Airwaves countdown...

Spurning um að fara að gera eitthvað í þessu. Spurning um að fara að vinna. Nei þá er fínt að fara í photobooth. Já já



fimmtudagur, október 11, 2007

Sósað ástand

Mikið rosalega er kvef eitthvað fríkað ástand. Þá fyllast e-r göng inní andlitinu af slími, sem af og til lekur niður. Stundum sýgur maður upp en stundum þrýstir maður því niður í tissjú.
Röddin breytist og hálsinn þornar og bólgnar. Stundum klæjar mann svo að maður þrýstir andanum hratt út með tilgerðum hreyfingum og hljóðum. Hósta. Hnerra.

Ég er kvefuð.

Í gær mætti í ég í apótekið, lagðist fram á borðið og hélt debetkortinu mínu úti og sagði konunni að týna í poka það allra nauðsynlegasta sem þarf til þess að losna við kvefið sem allra fyrst. Svo týndi ég að sjálfsögðu e-ð kvennlegt drasl í pokann líka. Ég get eytt svo miklum pening í apótekum. Gerir e-ð fyrir mig.
Svo fór ég á trúnó við konuna líka. Stundum hrynur yfir mig eitthver þörf til að deila ótrúlegustu hlutum með afgreiðslufólki. Þetta hef ég gert útum allan heim.
Já ok kannski ekki allan.

En já ég er kvefuð, og stressuð og að drukkna í vinnu. Get ekki unnið fyrir vinnu. Þá er nú mikið sagt.

En allt þetta í graut, er frekar steikt ástand. Með sósu ofan á því.

þriðjudagur, október 09, 2007

Retrospect helgarinnar

Síðasta helgi var að mínu mati alveg frábær helgi, innihaldsrík og stútfúll af góðum stundum og enn betri vinum. Má til með að deila henni með lesendum bloggsins míns.

Á föstudagskvöldið komu saman vinkonur mínar úr ÖLLUM áttum (ásamt mér) á Nasa. En þar hélt Hr.Örlygur, í samstarfi við Grapevine, Airwaves upphitun. Frábært framtak, en þar fengu þeir sem hafa nú þegar keypt sér armband á hátíðina, smá forsmekk, forplay, smakk af því sem koma skal. Vinkonur mínar komu reyndar af því að það var frítt áfengi. Shiiii...
Svo var haldið á "barinn", eða Ölstofuna. En þar hitti engan annan en hann pabba minn, hann hafði verið dreginn út á lífið af Brunamálastjóra Ríkisins. Pabbi bauð skástu dóttur sinni í glas og við fórum á trúnó. Glæsilegt.

Á laugardagsmorgunn var hringt út og boðið í morgunverðarhlaðborð á Njálsgötunni. Scramled eggs a la Diljá, bóndbrauð, djús-sódavatnsblanda og Frank Sinatra. Mmm klikkar aldrei.
Smá kúr eftir morgunmatinn og svo var haldið í laugar-spa með Söndrunni minni. Málin voru krufin í heitustu gufunni og dottað í hvíldarhreiðrinu við arinneldinn. Mætti fílefld til leiks á ný og við Ástríður fórum á American Style, úff úff úff. Er ennþá södd.
Eftir stutta heimsókn í vinnustofu Nakta Apans héldum við svo á Heima-eða mynd Sigur Rós um tónleikaferðalag sitt á Íslandi 2006.
Sem mikill, sannur og einlægur aðdáandi hljómsveitarinnar voru þetta rosalegar 110 mín. Ég get varla líst þessu nógu vel. Ég segi að þetta sé þribbel. Þettu voru tónleikar, fallegar íslandsmyndir og krúttíleg viðtöl við liðsmenn. Allt saman. Ég fór oft að gráta og gæsahúðin var stöðug. Þessi fær 5 stjörnur af 4 hjá mér.

Á sunnudagsmorgunn var nýr þáttur af Greys Anatomy kominn í hús og við Ástríður heimalingur hentumst frá rúminu uppí sófa og gleyptum þessa spítalasnilld í okkur í morgunsárið. Svo komu Kata súkkulaði og Ragnar í huggulegheit. Á meðan tók ég mig til og loks fórum við Ragnar uppstríluð í brúðkaupsveislu elsku Kollu og Lilju. Brúðirnar voru fallegar og geisluðu og ég samgleðst þeim innilega. Kolla svo vær með bumbuna og Lilja algjer skutla í flotta Karen Millen kjólnum. Boðið var uppá ekta íslenskt hlaðborð, eða brauðtertur, snittur, flatkökur, kleinur og hnallþórur. mmmm. Til hamingju aftur!
Á sunnudagskvöldið lágum við Ragnar og Kamilla í sófanum góða og töluðum frá okkur allt vit og lásum gömul blogg fyrir hvort annað.

Dásamlegt alveg hreint.
Langt síðan ég hef bloggað svona.
Eigið góðan dag kæru lesendur!

föstudagur, október 05, 2007

Irrrrrrrritation

Það sem fer mest í taugarnar á mér er:
Smjatt eða hljóðið þegar fólk borðar mat með opinn munninn.
Það er mér (annars mjög svo æðrulausu konunni eehum) algjerlega óskiljanlegt að fullorðið skuli smjatta. Kenndi enginn þeim mannasiði? Smjatt er og hefur lengi krónað á toppnum hjá mér yfir atriði sem fá mig til að vilja hamfletta mann og annan í stað þess að sitja til borðs með smjötturum.
Sötur, rop með lykt, hljóðið sem myndast þegar hnífapör skell á tönnum, prump, hrotur er allt eitthvað sem ég get frekar umborið. En smjatt-hljóð. Það sker á taugarnar. Oj

Annað sem fer líka í taugnarnar á mér eru stöðumælaskuldir. Sérstaklega þegar ég byrja daginn á því að finna eina slíka klemmda undir rúðuþurrkuna. Á þriðjudaginn var reyndar búið að keyra á bílinn minn, sést þónokkuð á honum. En svo var miði undir rúðuþurrkunni: "Afsakið ég á ekki nýju beygluna á bílnum þínum"

Já einmitt. Takk fyrir það elskan!

þriðjudagur, október 02, 2007

Bara svona svo þið vitið...

að þá var Gyðjur og Gleði undir jökli kannski ekki alveg málið...
Svo ég sýni nú mömmu og pabba hversu vel þau ólu mig upp sleppi ég því bara að skrifa lýsingar á námskeiðinu sem ég borgaði 32.000kr fyrir. Já já.
En svona þegar maður heldur varla jafnvægi af kjánahrolli kl.9.30 á laugardagsmorgni, í hring með 14 konum að syngja gleðilegt Drottinslag í jazzaðari útgáfu og dansa hliðar saman hliðar, já þá var bara tími til komin að fara og tjékka sig út. Er það ekki bara?

Að sjálfsögðu hættum við María ekki við að finna Gyðjuna í okkur upp undir Jökli. Ó nei... Tekið var hótelherbergi á Hótel Búðum, sett á sig maska, farið í langa sturtu, kúrt uppí rúmi með Búðarkirkju og hraun sem útsýni, uppbyggileg tímarit lesin, borðaður grænmetismatur, drukkið rautt og hvítt, horft á When Harry Met Sally, farið í langa göngutúra í fjörunni og hrauninu, farið í royal-morgunmat á náttfötum með Kivanis-klúbbnum, Snæfellsnesið keyrt þvert og endilangt og ó já ó já já.
Á maður ekki að selja inná þetta prógram frekar?

Ps. Mæli með Stykkishólmi.

15 dagar í Airwaves, eigum við að ræða þetta e-ð frekar. Nei ég hélt ekki.