mánudagur, maí 28, 2007

Ég heiti Diljá og ég er hippi (stundum)

Um daginn hélt Team 12 (þá statt í Vancouver Canada) Tour De Chambres-party leiðangur. Heima hjá Kamillu var þemað Team 11 (sem sagt mitt lið). Allir drógu (team 11) nafn uppúr potti og átti mannskapurinn að reyna að líkjast okkur sem mest, án þess þó að segja hvaða nafn þau höfðu dregið. Hinir áttu að giska.
Peter vinur minn dró semsagt mitt nafn, og þrátt fyrir að hafa talað eins og Björk í e-n tíma þá giskaði enginn á mig. En svo tók hann uppá því að segja: "oooh það er svo gaman hérna! -eru ekki allir örugglega að njóta augnabliksins?" og fleira í þessum dúr.
Þá stóð víst ekki á svörum og e-rir kölluðu um hæl "Ertu Diljá?!!!?"

Svona sögur finnst mér dásamlegt að heyra. Sjá mig allir svona?

miðvikudagur, maí 23, 2007

mánudagur, maí 21, 2007

The 6 values in my KP life

Life, when it's...

Playful - because the Life of a KaosPilot has to be motivational, creative and constructive

Real world - because KaosPilots works with real problems, real people and real conflicts

Streetwise - because a KaosPilot is never out of touch with what is happening at street level in our society

Risk-taking - because a KaosPilot possesses the will to be brave and take risks

Balanced - because a KaosPilot strives for the right dynamic and balance between body and soul, between form and content, and between human, time and economic resources

Compassionate - because human compassion and social responsibility is the hallmarks of a KaosPilot

...and finally a KaosPilot loves to celebrate - because a KaosPilot lives passionately and works hard for what is important to her. Doing her utmost to live life as a declaration of love towards life and herself, she is not afraid to fail. Therefore she always remembers to celebrate the victorious moments when they are there.


þriðjudagur, maí 15, 2007

Ný orð sem ég kann að nota í réttu samhengi

hestöfl, slagrými, tímareim og bremsubarki.

Þessi orð ásamt: 5 dyra, skráður -ártal-, bílaumboð, keyrður -km-,bílategundir, smurbók, kúpling og svo margt margt fleira hefur ratað inní orðaforðann og er nú notað í meira magni en ella. Ástæðan er einföld: Ég vil kaupa mér bíl.

Eins og marg oft hefur komið fram á þessu blessaða bloggi er ég í stjörnumerkinu Hrútur. Þolinmæði er því ekki mín sterkasta hlið. En þetta er mikill pjéningur. Ég verð því að vanda valið vel. Allir að hjálpa mér. Takk takk.

"sometimes I feel like throwin my hands up in the air... I know I can count on you!"

föstudagur, maí 11, 2007

Cover up the blind spot, hit me in the face.

Kosningar á morgun. Þetta er nú meiri farsinn.

En vá hvað Geir H. Haarde er mikið krútt. Nei ekki krútt. Dúlla.
Finnst ykkur það ekki? Mig langar alveg helst að klípa í kinnarnar á honum, og purra svo á honum mallakútinn.
úff getur e-r staðist þetta bros?

þriðjudagur, maí 08, 2007

Its mommy time!

India & Diljá Frænkufrænkur

Í fyrramálið mætir þessi rassgatasprengja til mín og við ætlum í mömmó á meðan móðir hennar Nanna fer að leika í bíómynd. Eins og sönn áhugamanneskja um falleg og hress börn sem mér tengjast er ég núna mjög spennt og búin að plana þessa klukkutíma út í ystu. M.a. inniheldur þetta "play-date" með kærasta mínum Sölva Frey (og mömmu hans) og hádegismatar-date með pabba. En þá sé ég fram á góðlátlegt rifrildi um athylgi Indiu. Eðlilega, eruð þið að horfa á þessa mynd? ú hvað hún er sæt. Enda blóðskyld mér.

--Alltaf ein og ein "barnalandsfærsla" hérna á síðunni minni. Já já.

sunnudagur, maí 06, 2007

úthverfamóðir eða drottning Studio 54?

Eftir seinni tónleika Gus Gus á Nasa núna í lok apríl var plötusnúður að spila. Það var mikið fjör á fólki, svo mikið að sumir tóku þetta alla leið.

Dásamleg!

fimmtudagur, maí 03, 2007

Bölmóðssýki og brestir

Skóböðull. Skó.Böðull. Ég böðla alla skó sem ég á. Reyndar nota ég aldrei orðið böðlun eða að böðla nema í þessu samhengi. Ég veit ekki um neinn sem fer jafn illa, en samt jafn ómeðvitað með skónna sína. Og ég.

Ég vil fá öll ráð og aðstoð til þess að takast á við þennan vanda? ok.
Hvað er ég að gera vitlaust? Og hvað get ég gert til að koma í veg fyrir þetta?

Talið við mig, til þess er ég hérna...

miðvikudagur, maí 02, 2007

Hvar fæ ég hjólaskauta?

Langar svo í gamla og góða hjólaskauta. Hérna áður fyrr fór ég allra minna ferða á bleikum og gylltum hjólaskautum. Var eina stelpan í hópi hjólabrettagutta og rúllaði með þeim útum alla borg. Td. niður Bankastrætið á fullri ferð og tók bara sénsinn í Lækjargötunni. Já og hér er ég enn í dag!
Í Borgarleikhúsinu fann ég svo e-a gamla á sínum tíma sem ég smellti á mig og rúllaði á bak- og hliðarsviðum. Stundum mátti sjá mig með gervi-óléttubumbu líka, svona eins og ekkert væri eðlilegra. Allir vanir því já.
Hef aldrei fílað þessa línuskauta, langar bara í gömlu góðu. Svona eins og ég er bara alltaf á venjulegu skíðunum mínum, líka bleik á lit.

Kveðja
óldSkúl-Diljá