föstudagur, apríl 28, 2006
búin...
Team 11 náði ákveðnu markmiði sínu í gær og hér með erum við þá formlega "búin" hérna í SanFrancisco. Þegar ég lít til baka þá sé ég hversu mikið ég hef lært. Bæði "úr bókinni", þeas það sem er á námsskránni. Og svo líka bara af SanFrancisco og sjálfri mér á nýjum slóðum. Þessar myndir eru af hópnum mínum og svo bekknum mínum og voru teknar í gær.
Núna er ég að reyna að fá miða á COACHELLA hátíðina í Palm Springs. Ein flottasta tónleikahátíð sem er haldin í USA. ó já Ó já! Verð að komast.
Ætla bara að taka því rólega í dag, hálf þreytt. Fara í sólbað á þakterrassinum með Rún og svo er pick nick með e-um úr bekknum á eftir. Já sólin skýn og mér líkar það...
Bæjó og góða helgi börnin góð
þriðjudagur, apríl 25, 2006
Góðir dagar
Já núna er mánudagur og úti er uppáhaldsveðrið mitt. Semsagt ekkert veður, e-ð svo sjarmerandi við ekkert veður. En ég brann svo hallærislega í síðustu viku. Var komin með 2 bolaför. Se-heggshy! Þannig að þetta er fínt í dag. Hvort sem er svo mikið að gera hjá okkur í Team 11 að þetta er fínt.
Endilega kíkið á þetta hjá okkur á þessum link. E-ð um það sem við erum að gera semsagt.
Helgin var hin allra allra besta. Er núna heimasæta hjá elsku Rún og Hildi sem eru bjargvættir mínir í heimilisleysinu. Vaknaði snemma (þar sem ég sofnaði kl.9 á föstudagskvöldið eehhum) á laugardagsmorgunn og fór í ræktina að hrizzzta rassinn og svo beint í yoga með Rún. Eftir saunu og og gufu og langa sturtu fórum við svo að hitta Hildi á NobHill café í omilettu og kampavínsbrunch a la satc style. Svo fórum við Hildur á Polk sem er yndisleg gata, fórum í blóma og kjólabúðir og enduðum svo í manicure. Eftir svona frábæran eftirmiðdag er tilvalið að fara á happy hour í hvítvínsglas og ótrúlega gott spjall út í síðdegissólinni. ...Afhverju er ég að fara héðan eftir tæpar 3 vikur?? Hér getur maður lifað óskalífi stúlkunnar.
Núna sit ég heima hjá Maríu bekkjarsystur sem er að gera pönnukökur. Við erum að vinna og sötra hvítvín. Og erum í bíkínitoppum yfir fötin okkar. Þetta finnst okkur einstaklega hressandi athöfn. Já nei þetta er ekki í fyrsta skiptið sem við kjósum að vinna svona.
Já það eru góðir dagar hjá frúnni í SanFrancisco! Síðustu dagarnir...ó mæ ó mæ.
á eftir að gera svooomargt!
Meira seinna
bæjó
Endilega kíkið á þetta hjá okkur á þessum link. E-ð um það sem við erum að gera semsagt.
Helgin var hin allra allra besta. Er núna heimasæta hjá elsku Rún og Hildi sem eru bjargvættir mínir í heimilisleysinu. Vaknaði snemma (þar sem ég sofnaði kl.9 á föstudagskvöldið eehhum) á laugardagsmorgunn og fór í ræktina að hrizzzta rassinn og svo beint í yoga með Rún. Eftir saunu og og gufu og langa sturtu fórum við svo að hitta Hildi á NobHill café í omilettu og kampavínsbrunch a la satc style. Svo fórum við Hildur á Polk sem er yndisleg gata, fórum í blóma og kjólabúðir og enduðum svo í manicure. Eftir svona frábæran eftirmiðdag er tilvalið að fara á happy hour í hvítvínsglas og ótrúlega gott spjall út í síðdegissólinni. ...Afhverju er ég að fara héðan eftir tæpar 3 vikur?? Hér getur maður lifað óskalífi stúlkunnar.
Núna sit ég heima hjá Maríu bekkjarsystur sem er að gera pönnukökur. Við erum að vinna og sötra hvítvín. Og erum í bíkínitoppum yfir fötin okkar. Þetta finnst okkur einstaklega hressandi athöfn. Já nei þetta er ekki í fyrsta skiptið sem við kjósum að vinna svona.
Já það eru góðir dagar hjá frúnni í SanFrancisco! Síðustu dagarnir...ó mæ ó mæ.
á eftir að gera svooomargt!
Meira seinna
bæjó
laugardagur, apríl 22, 2006
Sumarið 2004
Sumarið 2004 var svolítið skemmtilegt sumar. Sérstaklega í ljósi þess að ég var nýflutt frá Hollandi og þegar ég bjó Í Hollandi áttaði ég mig ENN betur á því hversu ógeðslega skemmtilega vini ég á. Hafði svo mikinn samanburð sjáið til.
Svo var þetta alveg ennþá skemmtilegra þegar ég og þessir ótrúlega skemmtilegu vinir mínir vorum atvinnulaus og hress og eyddum heilu dögunum í það sem sumir vilja kalla "ekki neitt". Við tókum djúpar úttektir á kaffihúsum reykjavíkur, fórum á listasýningar, láum á Austurvelli er sólin lét sjá sig, og ekki má gleyma sundinu, ef okkur datt í hug að verða full á miðvikudegi þá þurfum við ekki að láta neitt stöðva okkur og svo síðast en ekki síst; máta föt á markaðinum í Zimsen húsinu, halda tízkusýningu og taka myndir. En myndin her að ofan er einmitt af slíkri syrpu. Fleiri myndir í myndaalbúminu hér til hliðar í SUMAR 1-4.
Þegar ég lít til baka get ég svo sannarlega ekki kallað þetta að "eyða tímanum í ekki neitt". Að eiga góðar minningar með vinum sínum er margfalt dýrmætara en pjééningar!
Þetta sama sumar fannst okkur Maríu ótrúlega hressandi að dúkka uppí brúðarkjólum hingað og þangað um bæinn. Ef ekki brúðarkjóll þá fylgdi okkur gjarna viðarplanki sem fékk nafið SPÝTAN (frumlegt eller?) Líka myndir að því i albúminu.
Ég set in fullt af myndum um helgina. Á meðan þið bíðið sýnið þá smááá lit og commentið. Komin með nokkuð mikið leið á því að biðja um það...
fimmtudagur, apríl 20, 2006
svo heitt, so hot...oh my goodness!!
Sólin og sumarið eru svo sannarlega komin til SanFrancisco!
Þegar ég vaknaði í morgun vissi ég að nú væri ég komin til baka í blákaldan raunveruleikann og við tæki mikil vinna og stress. En þessi blákaldi veruleiki er bara ekkert nema sjóðheit gleði og spenna!! Þessi dagur var magnaður!
Ég og stelpurnar sem ég vinn með tókum magnaða ákvörðun sem gerir næstu viku svo miklu miklu skemmtilegri. þEas vinnan verður strembin en svona skemmtilega strembin! Við ískruðum alveg úr gleði og settumst út á terras og unnum þar ásamt vini okkar Chardonney í allan dag!
Seinna komu nokkrir bekkjarbræður okkar til okkar,.... og enn og aftur fattaði ég hvað ég elska að vera hluti af TEAM 11.
Jæja núna er það salat á NobHill café með Rún í kvöldsólinni. Fyrst þarf ég að telja freknurnar sem komu á nebbann í dag, og kíkja á hið víðfræga og kynþokkafulla bolafar...ójá ójá!
ps. ef þið komið til san francisco, verið viss um að vera með blóm í hárinu OG verið einnig viss um að fara ekki kl.17 á sjóðheitum eftirmiðdegi í strætó númer 30 í gegnum kínahverfið. Trúið mér. Þið viljið ekki taka svo mikla áhættu í lífinu:)
Þegar ég vaknaði í morgun vissi ég að nú væri ég komin til baka í blákaldan raunveruleikann og við tæki mikil vinna og stress. En þessi blákaldi veruleiki er bara ekkert nema sjóðheit gleði og spenna!! Þessi dagur var magnaður!
Ég og stelpurnar sem ég vinn með tókum magnaða ákvörðun sem gerir næstu viku svo miklu miklu skemmtilegri. þEas vinnan verður strembin en svona skemmtilega strembin! Við ískruðum alveg úr gleði og settumst út á terras og unnum þar ásamt vini okkar Chardonney í allan dag!
Seinna komu nokkrir bekkjarbræður okkar til okkar,.... og enn og aftur fattaði ég hvað ég elska að vera hluti af TEAM 11.
Jæja núna er það salat á NobHill café með Rún í kvöldsólinni. Fyrst þarf ég að telja freknurnar sem komu á nebbann í dag, og kíkja á hið víðfræga og kynþokkafulla bolafar...ójá ójá!
ps. ef þið komið til san francisco, verið viss um að vera með blóm í hárinu OG verið einnig viss um að fara ekki kl.17 á sjóðheitum eftirmiðdegi í strætó númer 30 í gegnum kínahverfið. Trúið mér. Þið viljið ekki taka svo mikla áhættu í lífinu:)
miðvikudagur, apríl 19, 2006
Nafli alheimsins
Ég sit svona umþaðbil og hérumbil í miðjunni á ðe júnætet steits of ameríka. Ég er stödd í Denver, Colorado. Ein og yfirgefin innan um hundruðir manns á flugvellinum þar í borg.
Það er mjög auðvelt að eignast vini í ameríku, kanar eru mikið fyrir smá spjall. Og mikið finnst þeim gaman að tala um Ísland. Það litla sem þeir vita. En alltaf svo gaman að sjá hvað þeim finnst maður merkilegur að vera þaðan. Ég er nú bara þannig gerð að ég baða mig í slíkri athygli og gleymi öllu sem heitir hógværð.
Á leiðinni til Washington náði ég þeim skemmtilega árangri að fara inní vitlausa flugvél (hvernig sem það er hægt nú til dags?) En þegar það kom í ljós þurfti ég að hlaupa í mína eigin flugvél í mitt bókaða sæti. Á leiðinni inn kynntist ég strák (sem að sjálfsögðu var rosa spenntur yfir föðurlandinu MÍNU).
Hann var rosalega sætur, alveg svona múvístar sætur bretta gaur. VeiVeih
Þegar ég kom inní flugvélina áðan (viku seinna) og var að koma handfarangrinum fyrir heyrði ég allt í einu sagt bak við mig; "You come from Iceland" Og þar var hann! Sæti strákurinn! Hverjar eru líkurnar?? Og við alveg eins og æskuvinir að hittast eftir langan tíma.
Ef ég væri í bíómynd þá væri ég örugglega bara komin á e-ð flugvallarhótel með honum núna, eða keyrandi um á blægjubíl akross the steits jú nó.
En hér er ég ein en ótrúlega ánægð með frábæra viku í Washington. Eins og fyrri daginn, þá lofa ég að setja inn myndir sem fyrst... Alteregóið mitt hún Tracy* tók túristaferð um Washington og var tekin skemmtileg myndasyrpa af henni kynna sér mekka stjórnmála alheimsins.
*sambland af Vicky Pollard (úr little brittain) og Sylvíu Nótt.
ps. Flugfreyjum í Amríku finnst rosalega töff að fara með tilkynningar í kalltækið alveg eins hratt og þær geta.
Það er mjög auðvelt að eignast vini í ameríku, kanar eru mikið fyrir smá spjall. Og mikið finnst þeim gaman að tala um Ísland. Það litla sem þeir vita. En alltaf svo gaman að sjá hvað þeim finnst maður merkilegur að vera þaðan. Ég er nú bara þannig gerð að ég baða mig í slíkri athygli og gleymi öllu sem heitir hógværð.
Á leiðinni til Washington náði ég þeim skemmtilega árangri að fara inní vitlausa flugvél (hvernig sem það er hægt nú til dags?) En þegar það kom í ljós þurfti ég að hlaupa í mína eigin flugvél í mitt bókaða sæti. Á leiðinni inn kynntist ég strák (sem að sjálfsögðu var rosa spenntur yfir föðurlandinu MÍNU).
Hann var rosalega sætur, alveg svona múvístar sætur bretta gaur. VeiVeih
Þegar ég kom inní flugvélina áðan (viku seinna) og var að koma handfarangrinum fyrir heyrði ég allt í einu sagt bak við mig; "You come from Iceland" Og þar var hann! Sæti strákurinn! Hverjar eru líkurnar?? Og við alveg eins og æskuvinir að hittast eftir langan tíma.
Ef ég væri í bíómynd þá væri ég örugglega bara komin á e-ð flugvallarhótel með honum núna, eða keyrandi um á blægjubíl akross the steits jú nó.
En hér er ég ein en ótrúlega ánægð með frábæra viku í Washington. Eins og fyrri daginn, þá lofa ég að setja inn myndir sem fyrst... Alteregóið mitt hún Tracy* tók túristaferð um Washington og var tekin skemmtileg myndasyrpa af henni kynna sér mekka stjórnmála alheimsins.
*sambland af Vicky Pollard (úr little brittain) og Sylvíu Nótt.
ps. Flugfreyjum í Amríku finnst rosalega töff að fara með tilkynningar í kalltækið alveg eins hratt og þær geta.
fimmtudagur, apríl 13, 2006
"There are maybe 50 ways to leave your lover but on this plane are only 6 extis"
sagði flugstjórinn í hátalarakerfið á meðan flugfreyjurnar sýndu útgönguleiðirnar með tilheyrandi handahreyfingum. Og þetta var bara byrjunin á þessu vinalega flugi frá DENVER COLORADO til Washington DC, grínið gjörsamlega flæddi útúr starfsfólki Frontier Airlines. Icelandair ætti að taka uppá þessu.
Ég var semsagt um borð í þessu hressandi flugi. Og er nú stödd í höfuðborg Bandaríkjanna. Alveg rosalega falleg borg og ég er stödd í afskaplega fallegu húsi. Hér býr ein af mínum uppáhaldsmanneskjum í þessum heimi hér, fyrirmynd mín og áhrifavaldur í gegnum súrt og sætt, ásamt syni og manni sínum, svo er jú líka dama sem kemur eftir 2 mánuði í heiminn.
Líf mitt snýst akkúrat þessa stundina um 4 ára son Nönnu minnar. Hann gjörsamlega nær að bræða hjartað mitt nokkrum sinnum á klukkutíma með frábærum kommentum og spurningum.
Ótrúlega ljúft svona líf, svona páskalíf með fjölskyldu sinni.
Vakna, fara út í garð með te og smoothie, leika við Dante í boltaleik, sturta, brunch, barnaleikfimi með Dante, bókabúð með Dante og finna barnahorn, velja bækur og lesa og gleyma sér, út að borða (borða úti), heim, baða Dante, (spurðann hvort ég mætti eiga hann og vera mamma hans, en hann tók það ekki í mál og lofaði mér að bráðum fengi ég barn í magann minn...hahahah) horfa smá á sjónvarpið, sofa....
svona var dagurinn minn. Ómetanlegur dagur myndi ég segja.
Ég var semsagt um borð í þessu hressandi flugi. Og er nú stödd í höfuðborg Bandaríkjanna. Alveg rosalega falleg borg og ég er stödd í afskaplega fallegu húsi. Hér býr ein af mínum uppáhaldsmanneskjum í þessum heimi hér, fyrirmynd mín og áhrifavaldur í gegnum súrt og sætt, ásamt syni og manni sínum, svo er jú líka dama sem kemur eftir 2 mánuði í heiminn.
Líf mitt snýst akkúrat þessa stundina um 4 ára son Nönnu minnar. Hann gjörsamlega nær að bræða hjartað mitt nokkrum sinnum á klukkutíma með frábærum kommentum og spurningum.
Ótrúlega ljúft svona líf, svona páskalíf með fjölskyldu sinni.
Vakna, fara út í garð með te og smoothie, leika við Dante í boltaleik, sturta, brunch, barnaleikfimi með Dante, bókabúð með Dante og finna barnahorn, velja bækur og lesa og gleyma sér, út að borða (borða úti), heim, baða Dante, (spurðann hvort ég mætti eiga hann og vera mamma hans, en hann tók það ekki í mál og lofaði mér að bráðum fengi ég barn í magann minn...hahahah) horfa smá á sjónvarpið, sofa....
svona var dagurinn minn. Ómetanlegur dagur myndi ég segja.
fimmtudagur, apríl 06, 2006
vei veih!
ferðasagan kemur í máli og myndum fljótlega... en ég get þó fullyrt að þetta var ótrúleg ferð hjá okkur Ríkisbubbunum (vísa frændi ansi örlátur líka).
í dag...;
ég á afmæli, núna er ég alveg 27 ára! KONA!
í dag...;
ég á afmæli, núna er ég alveg 27 ára! KONA!