sunnudagur, desember 04, 2005

Jackað i Köben

Var að koma heim úr stelpuferð til Köben, þið vitið svona jólaferð.
Ég gleymdi myndavélinni minni heima á Íslandi (eða svona veit ekki alveg hvar hún er, anyone?) þannig að ég fann aðrar myndir þegar ég googlaði "girlfriends+christmastrip"...þannig að þetta er svona eiginlega það sama.

En þessi ferð var mjög góð. Við vorum alltaf að "jacka", svona eins og sannir heimsborgarar. Svo sugum við frozen cocktails í gríð og erg. Einn staðurinn var samt með vatnsblandaða. Við föttuðum það eftir 6 stykki margaritur. Já ég get ekki neitað því að við versluðum... Enda tilheyrir það nú þessum stelpujólaferðum er það ekki? En það kom mér smá á óvart að við skildum bara gleyma að kaupa jólagjafirnar (eeehhumm). En maður verður bara að vera góður við sig svona á þessum síðustu og verstu er það ekki? Hittum þau SAM og Karítas á Samsbar, tókum þar örfá lög líka. Eins og sannir íslendingar í köben. Já já. Nú við gengum í ljósadýrðinni í Tívolí lí lí. Drukkum jólaglögg og sungum sálma í anda aðventunnar. Borðuðum góðan mat.

Já svo hittum við "aðeins" yngri gutta. Og tjúttuðum með þeim. Þeir eru leikskólakennarar og miklir herramenn.
Veðrið var alveg ágætt bara, stundum köld gola hinsvegar. En bara ákjósanlegt. Maður hefur nú séð það verra jú jú.
Hennes og Mauritz biðja að heilsa heim líka. Biðja samt líka að skila óskum til þeirra kaupóðu; "að drífa sig út þegar það LOKAR og ekki biðja um tax free eftir lokun." Já já. Það er bara svona.

gleðilegan annan í aðventu kæru lesendur
guð veri með ykkur

4 ummæli:

Sigrún sagði...

he he he he ég sé alveg upplitið á hinum MJÖG SVO óþjónustulunduðu Dönum þegar þið báðuð um tax-free eftir lokun....

sunnasweet sagði...

Hahaha skemmtilegar myndir af ykkur...sannkallaður jóla-andi yfir vötnum á aðventunni myndi ég segja :)
Ég er áhugasöm um "aðeins" yngri gutta :)
Á ekki bróðir þinn sæta vini?

sunnasweet sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Dilja sagði...

sigrún: já og þeir tóku það ekki í mál!!! og við vorum ekki einu íslendingarnir sem verið var að henda út ÖFUGUM! hahahahhah, danir með sín prinsipp alveg á tæru!

Sunna! hvaða comment tókst þú út??? ég veit að þú hefur einungis þekkt mig í nokkrar vikur EN halló stendur það ekki utan á mér að ég er sú allra forvitnasta í þessum heimi???
hinir "aðeins" yngri voru meira að segja fæddir sama ár og litli bró sem er yngri en bróðir minn sem þú hefur séð hahahha. þessir náðu held ég ekki helgu,eika og pálma að taka gleðibankann....eeeehum