föstudagur, desember 16, 2005

Mig langar svo í jólatré til að hafa á Aragötunni dagana fyrir jól og um jólin. Mér er alveg sama hvort það er ekta eða gervi, en ég er með allskonar skrauthugmyndir. Svo langar mig að ofskreyta íbúðina líka. Veit ekki afhverju, kannski bara fyndið. Fyndið að hafa íbúðina eins og búðarglugga í kringlunni. Og jólalög tuttuguogfjórasjö. Eftir rafmagnsleysið hef ég þó lært að meta ljós uppá nýtt. Maður veit nefnilega ekki hvað maður hefur, fyrr en misst hefur (?? er það svona þetta máltak...er máltak orð) (æ ég bý sko erlendis...) Já aftur að jólaíbúðinni á Aragötunni, þá væri líka gaman að vera alltaf með heitt glögg á hellunni.

Hápunktar þessarar viku er:
-morgunsundstund með eldriborgurum í Vesturbæjarlaug. Mér var boðið með í leikfimina. Næst fer ég. Kl.11 á fim. morgnum. Hver er með?
-ég keypti pakka til að setja undir pakkatréið í Kriglunni. Skapaði vellíðan.
-heimsóknin á Heilsugæsluna á Seltjarnarnes. svona "hefðiráttaðveraþarna" en ég held að þetta væri alveg nokkuð fyndinn sjónvarpsskets hjá stelpunum eða fóstbræðrum (verð að fara að sjá þá þætti aftur!! á e-r?)
-matarboð hjá hollenskufjölskyldunni minni. Ó hvað það var ljúf stund. Þau er sko íslensk samt;) en við eigum hollenska sögu.
-sjónvarpsdagskráin á skjáeinum í gær (fim) mér fannst æði þegar Sirrý (frænka mín) spurði Jenný frúBachelor hvort hún vildi koma í sleik! og 2faldur Silvía var eðal.
-5 tíma morgunkaffihúsaferð á Prikinu í morgun með frábæru fólki. Veivei
-útgáfutónleikar DaníelsÁgústs


Hvað voru hápunktar þínir?

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég er guðdómlega sammála þér með skreytingar á aragötunni, söngur og gleði verða ríkjandi þessi jólin í bland við bragðbætt egilsmalt&appelsín! þetta verður alvöru.
hápunktur vikunnar var tvímælalaust þessir 2 tímar með rafvirkjanum - seint toppað!
barbarainga

Nafnlaus sagði...

Ég trú-húi þér ekki að það hafi ekki verið einn af hápunktum vikunnar að hitta mig og Leu Alexöndru í Kringlunni ;)

Amk fannst okkur gaman að hitta þig :D

Sé þig vonandi aftur um hátíðarnar

Sóley

Katrín sagði...

skoho ég þori ekki að segja hver hápunkturinn minn var - eðlilegt fólk skilur nefnilega ekki innhverfa og einhverfa íslenska háskólastúdenta, ég treysti bara fólki í bekknum fyrir hápunktum minnar viku !!
Vildi samt óska að þær hefðu líkst þínum smá, bara svona eitt eins atriði hefði nægt mér !!!

Dilja sagði...

já!!! barbara! ég hlakka svo til að skreyta með þér vei vei vei

sóley hvernig gat ég gleymt ykkur?? það var ótrúlega gaman að hitta ykkur, ég er enn jafn skotin í henni Leu

katrín, vá það er bara talað undir rós:P

Nafnlaus sagði...

ótrúlega gott og gaman að fá þig í heimsókn, hlökkum sko til næstu! og eins gott að taka fram að við séum íslensk, eins og þú skrifar um hollendinga ;)! gljól
hugrún

maria sagði...

minn hápunktur var klárlega að lesa bloggið hans óskars bróðurs. þíns sko.