Mér var litið á lítinn lista sem ég skrifaði hérna á þessa síðu í janúar sl. Þetta var listi með nokkrum markmiðum sem ég setti mér. Ekkert af þessum markmiðum voru slegin. Samt hef ég nú gert ýmislegt sem hafa gert mig að meiri og betri manneskju. Til dæmis hef ég lært próaktífa markmiðssetningu. Þetta kemur:)
Nýtt ár að hefjast og ég veit að það á eftir að verða mjög eftirminnilegt. Bara veit það. Kannski ég hætti að haga mér eins og unglingur og verð fullorðin.
Ég fæ alltaf smá post depression eftir hátíðarnar. Svona skellur. Ég held að það sé afþví að ég er mikið aðventubarn. Finnst aðventan yndisleg. Svo kemur hápunkturinn. Jólin. Svo bara búmm bara búið! En það eru einungis nokkrir dagar eftir af fríinu mínu og ég ætla mér að njóta þess að vera í faðmi fallega fólksins, fallegu íslandsbarnanna.
Mæli með:
-little trip to heaven
-að sofa út...nei vakna og sofna aftur eftir að hafa lesið blöðin uppí rúmi
-de-tox eftir kjötið, eftir konfektið, sósurnar og eftir maltið
-nýjum náttfötum, nýjum inniskóm, nýjum sokkum, nýjum kodda, jólabókum
-spilakvöldum
-san fransisco tilhlökkunar fiðrildum
-bjartsýni, væmni, kærleika, kraftaverkum
Mæli ekki með:
-rótinni í hárinu á mér
-jólaveðrinu í ár
-óþekkt og ölæði daginn fyrir þorláksmessu
-hvað tíminn líður hratt
bæjó
Engin ummæli:
Skrifa ummæli