sunnudagur, nóvember 27, 2005
sigurRos
...
mér líður smá núna eins og ég sé svona fimm ára barn klukkan 4 á aðfangadag, öll svona spennt og trekkt, samt að reyna að vera róleg, því tíminn líður ekkert hraðar ef maður er trekktur, og svo er maður svo hræddur að verða fyrir vonbrigðum. eftir 2 tíma mun hljómsveitin, sem mér finnst vera sú bezta í þessum heimi hér, stíga á sviðið í laugardalshöllinni og spila. SigurRós er að mínu mati sú besta og það hefur mér fundist síðan árið 1999.
Af öllum mínum diskum hef ég oftast hlustað á Ágætis Byrjun, hún er líka sú plata sem ég myndi velja ef ég ætti bara að hlusta á eina plötu til æviloka. Hún hefur fylgt mér í allar mínar flugferðir og gert þær bærilegri, hún hefur fylgt mér í gegnum eina skiptið sem ég hef orðið ástfangin og svo fylgdi hún mér líka í gengum hjartaverkinn sem fylgdi eftir að það endaði, hún hefur svæft mig, hún hefur gefið mér orku, með henni dagdreymi ég. Vá hún er einfaldlega lang best. Fyrir mig.
( ) og Takk eru líka magnaðar.
Ef ég mætti ráða, þá myndi ég vilja vera í hengirúmi hangandi úr loftinu i í höllinni, horfa yfir fjöldann og á sviðið. En það er ekki hægt. En ég veit samt að þetta verður æðislegt.
5 ummæli:
klukk klukk sjá nánar á síðunni minni...sem er opin milli 12 og 18 alla virka daga.....
Tomorrow, tomorrow!!!! Sé þig, beibí. Vííiíííííí!
TAKK svoo mikið fyrir mig! Þetta var eins og við mátti búast af þeim, geggjað!! Alltaf mögnuð upplifun að sjá þá á tónleikum og mjöög kærkomin hvíld frá leiðinlegum bókalestri!
flottir tónleikar lúðrasveitin átti kvöldið
Ég naut tónleikana ekki sem skyldi en gat sjálfri mér um kennt :)
Skrifa ummæli