miðvikudagur, október 26, 2005

Mig langar svo

í nudd, allsherjar nudd og slökun
að finna metnaðinn aftur gagnvart verkefninu mínu
vita ekki hvað það er að fresta hlutunum
að hætta því að hafa áhyggjur
í slátur og svið (fékk smá smakk um daginn og langar í meir) með mús og stöppu
uppí sveit og þegja og brosa
að búa í íbúðinni minni á Njálsgötu, hryllilega sæt
að vera betri gestgjafi
í líkamsrækt, sérstaklega tilfinninguna eftir að hafa verið dugleg
að hafa meiri þolinmæði
að vera fyndnari
að hætta að drekka bjór
í nýjar gallabuxur og vetrarskó


Þá veit ég það. Þá vitið þið það. En svona þegar ég lít yfir þetta þá er þetta nokkuð gerlegur listi.

5 ummæli:

Kamilla sagði...

Mig langar í kók... fleira var það ekki;-)

Maja pæja sagði...

Mer finnst thu godur gestgjafi :)

Nafnlaus sagði...

"When you make a mistake, don't look back at it long. Take the reason of the thing into your mind and then look forward. Mistakes are lessons of wisdom. The past cannot be changed. The future is yet in your power".

Hugh White

Nafnlaus sagði...

Mér finnst þú ógisslega fyndin. Ég á slátur í frystinum. Ef þú kannt að búa til jafning er ég geim. Mig langar í virku daga námsbústaðarferð... þegja og brosa í henni?
Ekki hætta að drekka bjór.
Ég elska þig.
Halla

Nafnlaus sagði...

takk fyrir síðustu helgi
ekki gleyma hver þú ert
ördi