laugardagur, október 22, 2005

sykurlaus opal, truno og barnapössun

hver er ábyrgur fyrir því að koma með nýtt útlit á opal pakkana sykurlausu? ég er búin að kvíða þessu í nokkur ár, búin að kvíða því að það sé eitthver þarna úti með nógu mikil völd og nógu lélegan smekk, sem komi svona slysi á markaðinn.
en ég keypti mér samt einn. og sykurlausa appelsín í plasti.
í gær fór ég á trúnó með píparanum mínum og svo fór ég líka á trúnó með tveimur konum hjá Orkuveitunni. Sigrún í þjónustuverinu og Unni í innheimtudeildinni. Öll þrjú trúnóin áttu sér stað fyrir klukkan 12 á hádegi. Mér liggur stundum e-ð svo margt á hjarta.
í fyrradag sá ég líka strák sem ég passaði þegar ég var 12 ára og hann var 2 ára. Ég fékk alveg í magann, fannst þetta svo spennandi. En svo þorði ég ekki að fara til hans og segja við hann "elskan, ég var að passa þig og þá varstu bara svooona lítill! og stilla höndinni við uþb hálfan meter.



annars er ég bara búin að vera að halda uppá frábæra hátíð er kennd er við loftbylgjur eða airwaves eins og á frummálinu.

bæjó

1 ummæli:

Sigrún sagði...

Æi hvað ég skil þig. Sumt á að fá að vera í friði. Sjitt nú er ég samt svo forvitin að vita hvernig þeir líta út.