föstudagur, október 07, 2005

íslenskur háskólanemandi nú á íslandi svo í san fransisco

ég gekk öruggum skrefum í gegnum lessalinn á 3.hæð á þjóðarbókhlöðunni. allir horfðu á mig. og ég lét eins og ég væri hér daglega. henti mér á eitt borð og kom mér fyrir. þá rann það upp fyrir mér afhverju allir horfðu á mig. ég var með 2 hennes og mauritz verðmiða hangandi á mér. þar af annan í húfunni.
þetta fannst mér einstaklega töff.

að öðru;
í gær hoppaði ég af gleði. söng og hló. fékk fiðrildi í mallann, setti hendurnar uppí loft og öskraði "yeah"!
jáh það er svo gaman þegar draumarnir rætast. í febrúar fer ég ásamt team11 til SanFransisco. þar munum við dveljast í tæpa 4 mánuði og vinna verkefni.

nú sit ég á bás 19 á þriðju hæð á þjóðó.
og hlusta á "if youre going to san fransisco be sure to wear some flowers in your hair"

á repeat

8 ummæli:

maria sagði...

vúhú!!!!!

Dilja sagði...

gleymdi alveg að minnast á að ég er víst komin á fast með ónefndum lögfræðinema...

shit hvað þetta er smart!

Nafnlaus sagði...

Ohhhh...ég fann alveg hvernig landið okkar kalda dúaði þegar þú steigst út úr flugvélinni, uppáhalds fitubollan mín. Jeminn hvað er gott að þú ert komin. Ég er skoh alltaf til í að hitta þig mín fagra, fékk smá hnút í magann, bæði samgladdist þér ezk og fannst leiðó að þú færir til San Fran í feb...var að vona að þú myndir bara gera verkefnið hér á Fróni (það er líka svo dýrt fyrir þig að fljúga ezk, þarft að borga 2 miða og svona...raunir fitubollunnar!).
Mér finnst þú alveg jafn æðisleg og þér finnst þú!
Knús
Matta

Maja pæja sagði...

OMAEGOD!!!!!!! Eg trui ther ekki!!!!!!!! Eg er ad farast!!!! hvenaer?? og getur mar komid i heimsokn???

Sigrún sagði...

Vá hvað ég öfunda þig Diljá pilljá, SF er líklega með kúlari borgum heims, I left my heart there in '97!! ;-)

Góða skemmtun
Lundarstelpan

Nafnlaus sagði...

váááá spennóóóo

Knúúús til tín frá mér

Matta-hildur

Nafnlaus sagði...

Það er skrifað: San Francisco.

Dilja sagði...

mamma varst þetta þú??

þið þarna að ofan; allir velkomnir í heimsókn, feitir og mjóir, heimskir og bezzervizzar,

allir munu falla fyrir SF,
alveg eins og ég:)