fimmtudagur, september 02, 2004

Skal man pratte norsk eller snakke dansk??

Já maður spyr sig. Ég er ekki frá því að ég sé nærri því orðin altalandi á norsku og dönsku eftir 4 daga ferð með bekkjarsystkinum mínum til NorðurJótlands.
Nei heyrðu, nú ég er bara að ýkja!
En það á eftir að koma fljótt. Því þótt ég búi í Danmörku núna þá er ég samt í bekk þar sem norskan er ríkjandi tungumál. Meira um það seinna. En ferðalagið að var frábært í allastaði. Brjálað prógram, frábært fólk, fallegur staður, þvílík orka og svo var öllu slúttað í kampavíni og humar í nótt og á hvítu ströndina á vesturströndinni í morgun. Ég tek með mér von um frábær 3 ár í fararteskinu eftir þetta allt saman! Þetta verður rússíbanaferð frá A-Ö. Ég á eftir að hringja nokkrum sinnum grenjandi heim til mömmu og pabba og segja þeim að ég sé hætt og á leiðinni heim. hahahahha! En já...Mestmegnis verður þetta bara magnað.

Á morgun er svo e-ð meira. Ég á allavega að mæta svartklædd, með svört sólgleraugu, vopn, og 3 freistingar(nammi, peninga og þessháttar) í skólann. Alltaf verið að leika sér hérna! Annað kvöld er svo part-ei með öllum skólanum. Ó hvað það á eftir að verða skrautlegt, ég er undir allt búin í KaosPiloterne skólanum:)

Set fljótlega inn myndir svo. Um helgina. Ps. ég er ekki ennþá búin að kaupa mér neitt í H&M, svik. Pæling?

Engin ummæli: