miðvikudagur, september 29, 2004

Eftir að hafa setið í allt kvöld og lesið um OSTa á heimasíðum og bæklingum þá langar mig núna að hoppa uppí rúm og horfa á e-ð gott í sjónvarpinu. Neeeii... það er ekki í boði hér! Er með 4 stöðvar og á
nr. 1 er hanbolti,
nr.2 þýskt e-ð, svona svarthvítt þýskt eitthvað
nr. 3 gráhærður maður með þykkar augabrúnir í jakkafötum að tala dönsku
nr.4 tveir danskir menn út í skógi og tala um náttúru sýnist mér
Og svo virðist hin þungstíga stúlka sem ég leigi með vera með e-ð í maganum e-ð, því þetta er orðið spes hvað hún hleypur oft yfir á klósettið

Ég ætti kannski að bjóða henni OST! Jú því ég veit nefnilega svo mikið um OST, OST framleiddan í Noregi og OST framleiddan á Íslandi aðallega. Fyrsta verkefni sem við vinnum fyrir alvöru kúnna er hafið. Þetta er fyrirtækið Synnöve Finden í Noregi, og bara svo ég fái að skrifa orðið OSTur einu sinni enn, að þá er þetta OSTafyrritæki í Osló.
Já gæti virðst vera óspennandi, en vill svo skemmtilega til að þetta er bara ákaflega skemmtilegt. Hópurinn minn sér um að koma með hugmyndir að nýjum OSTahugmyndum og markaðsetningu þeirra.
Ég er að hugsa um að hætta hér áður en ég set ykkur of mikið inní e-a OSTaframleiðslu út í heimi...

Og hvað eru mörg OST í því??

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

mynd af dreka í svarinu mínu til þín á minni síðu. vá hvað bloggsamskipti geta verið lekker. frú dreki.

benony sagði...

damn hvað ég er ánægð að þú sért að fræðast svona mikið um osta essskan!!! Þá geturðu frætt mig aðeins meira um þetta uppáhaldsfag mig ha??? (á innsoginu) Annars ertu alltaf velkomin að koma til mín í ostaveislu...ég er með allskonar gerðir og mína eigin framleiðslu!!!