fimmtudagur, september 09, 2004

Kaos Day and Night
....ævisaga Diljá Ámundaóttur (kemur út fyrir jólin 2004)

Langir dagar að baki og kvöld ætla ég að vera heima og gera það sem ég er búin að setja á hold sl. daga. Þetta byrjar ekki rólega, skólaárið, eins og í fyrra. Nei ég gæti bætt 10 tímum við sólarhringinn og samt haft nóg að gera. Bæði fyrir skólann og í félagslífinu. Félagslífið í kringum þennan skóla er endalaust. Á hverjum degi fær maður boð um hitt og þetta og svo er ýmislegt sem við eigum að gera á vegum skólans...samt félagslíf.

Á þriðjudaginn fengum við pening til að gera e-ð kúltiverað og fórum við flest á tónleika. Æði! Þau gefa okkur vasapening til að vera sósjal. Enda er það með eindæmum miklvægt fyrir mannveruna að vera sósjal og súpa af guðsveigum. Í gær var svo Team 9 með e-ð prógram, þau voru að kynna e-ð verkefni fyrir okkur. Að sjálfsögðu var rautt og hvítt með því. Eitt að því sem þau kynntu fyrir okkur var Skype. Internetsími. (dánlódið á www.skype.com) Ég endaði á að hringja tipsy í mömmu uppí skóla með 10 manns horfandi á mig og herma eftir íslenskunni.

Helgin er óplönuð en nóg af plönum. Aarhus er yndisleg, hún gefur mér einmitt það sem ég sakna við Reykjavík; hitta hina og þessa á förnum vegi. Ég fer ekki útúr húsi án þess að hitta kunnulegt andlit. Flestir eru "Óreiðuflugmenn" en eins og niðurstaða heimildarannsókna okkar um KPskólann (verkefni vikunnar) sagði var það að þetta er ein stór fjölskylda.
En Petra kemur hingað á morgun og planið er að kaupa flíkur og vonandi kemur hún með mér og öðrum "flugmönnum" á pöbbarölt. Maður spyr sig!

Jæja, þvotturinn bíður eftir að vera brotin saman. Loksins gat ég þvegið. Búið að taka mig 2 vikur að átta mig á systeminu í þvottahúsinu hérna. Neyðarástand ríkti hér á heimili mínu fyrir nokkrum dögum vega þess, í nærfataskúffunni þá.... En stúlkan fór bara í H&M og kauptaði sér nærföt fyrir 500dkr. Já maður kann sko að redda sér;)

Engin ummæli: