þriðjudagur, september 21, 2004

Mikið leiðist mér það að vera nýbúin að kaupa mér sígarettupakka og gleyma honum um leið á kaffihúsi. Núna var ég að klára að borða og langar í eina slíka. Mér finnst kokkahæfni mín hafa lagast mjög mikið eftir að ég kom til Danmerkur. Var núna að borða sinnepslagaðan kjúkling og hrísgrjón og maís og ferskt spínat og gúrku. Mjög gott! Mikið er ég myndarleg:)
Svo er ávaxtaoggrænmetissala í skólanum. Ég kaupi 2kg af ávöxtum og 2kg af grænmeti á aðeins 40kr. Gjöf en ekki sala! Fæ mix in a box á þriðjudögum. Þetta eykur líka ávaxta-át mitt. Sem er sniðugt því það er grennandi...

Já í kvöld er mjög svo merkilegt kvöld. Því ég er að fara í bíó í fyrsta skipti hérna í Århus-inni minni. Við Guðný læknisgella ætlum að skella okkur. Svo reyna að ná í rassgatið á Möttu og Ásdísi (sem eru sko be-hestu vinkonu mínar) eftir bíó þar sem þær ætla að vera á kaffihúsi hér í 8000. Finnst ykkur ekki gaman þegar ég tala svona lókal hérna á blogginu mínu?

Já svona er nú töff að vera erlendis sko!

Annars væri ég til í að pósta emailskriftum milli mín og foreldra minna (í sitthvorulagi samt, þau eru skilin) sem eru í gangi þessa dagana. Ég öskra úr hlátri í hvert skipti. En þau eru of absúrt og það gæti sært kúl mitt, þannig að ég sleppi því núna!


Engin ummæli: