fimmtudagur, desember 05, 2002

5.desember

5.desember er minnistæður í mínum huga. Á þessum degi hefur margt gerst í mínu lífi. Bæði ánægjulegt og sorglegt.

Fyrir 6 árum dó hún Elín Birgitta vinkona mín. Ég veit ekki ennþá hvernig hún dó, annað hvort var það slys eða sjálfsmorð....
Fyrir 6 árum varð ég líka "fullorðin", í þeirri merkingu að þá fór ég að búa sjálf...onmæón!
Fyrsta kvöldið á Frakkastíg fór í að vatna músum og skrifa minningagrein. Það er samt ótrúlegt hvað sorgin kennir mér margt. Þetta kvöld sá ég líka hvað ég á góðar vinkonur að. Minningin um hvað Svanhvít var mér góð þetta kvöld, er mér mjög kær. Hún veit það ekki sjálf samt....ég ætti auðvitað að segja henni það.
Fyrir 7 árum var Orri Steinn vinur minn jarðaður. Ég komst ekki í jarðaförina því þá bjó ég í Hollandi. Man eftir að hafa komið heim úr skólanum þennan dag sest niður og grátið í hljóði, tárin bara láku niður. Ég vissi ekki afhverju. En seinna komst ég að því að á staðartíma heima á Íslandi var jarðaförin að byrja, þannig að þessi tár voru fyrir Orra Stein.
Þann 5.desember eru samt alltaf haldin jól í Hollandi. Eða þá kemur jólasveininn (St.Klaas) í heimsókn og skilur eftir fuuuullt af pökkum í ganginum. Þar sem að ég var komin með eina hollenska fjölskyldu (mamma átti hollenskan mann) fékk ég líka gjafir frá St.Klaas. Þannig að ég ég fékk í rauninni alltaf 2 jól þessi ár sem ég bjó þarna í Hollandi.

Eins og þið sjáið þá hefur 5 desember oft verið dagur til að muna eftir í mínu lífi. Dagurinn í dag er ennþá búinn að vera ansi tilbreytingarlaus, en hann er ekki búinn ennþá.
Ég læt ykkur vita á morgun hvort e-ð hafi gerst...;)

Engin ummæli: