mánudagur, nóvember 25, 2002

VAKNAÐ Í BRUSSEL!

jæja, bókin sem ég var búin að bíða eftir síðan í sumar stóðst væntingar mínar og akkúrat það. Hún var alveg eins og ég átti von á: skemmtilegar fylleríssögur af stelpu sem djammarinn Diljá getur auðveldlega sett sig í spor í! Sjálf á ég mjög erfitt með að skrifa fágaða íslensku og skrifa "gott" talmál. Þannig að bókin liggur vel við og er skreytt fyndnum týpum. Ef ég á að setja e-ð út hana þá fannst mér svolítið erfitt að að leggja alla þessa gæja sem "stúlkan" í bókinni höslar í miðborg Belgíu. Og svolítið mikið gert úr djömmunum, eins og það hafi verið það EINA sem átti sér stað. Eða kannski var það þannig...hmmmm:)

Mæli með henni og Beta fær sleik frá mér fyrir gott framtak....;)

Engin ummæli: