þriðjudagur, nóvember 26, 2002

Fór til Hörpu í mat í gær. Við sátum við eldhúsborðið í 2,5 tíma að tala um aðeins eitt: kynlíf! . Svo hlógum við eins og geðsjúklingar inná milli. Tíminn við þetta eldhúsborð líður e-ð hraðar en annarsstaðar. Einu sinni sátum við frá 23 eitt kvöldið til 8 einn morguninn að blaðra, sko morguninn eftir :). Mér fannst eins og við hefðum setið í svona 2 tíma.

Eftir slúðrið í gær fórum við svo á Skóm drekans, sem var að mínu mati massa góð heimildarmynd um þessa kepnni, eða um Hrönn í þessari keppni. Hún fær alveg nokkur rokkprik fyrir að ganga alla leið og leggja spilin á borðið. Eftir myndina tókum við nokkra "laugara" og ræddum um ímyndir og fegurð og ég sagði Hörpu betur frá Egó verkefninu sem ég er að taka þátt í.

Engin ummæli: