þriðjudagur, nóvember 05, 2002

LYFTUR

...mér finnst soldið fyndin stemmning oft í lyftum, sérstaklega þar sem saman er komið nokkrir einstaklingar sem þekkjast lítið sem ekki neitt. Hérna í Sjónvarpshúsinu notum við lyftur mikið, mötuneytið er sko uppá 5.hæð.
Það eru teknir tveir pólar í hæðina:
-stundum standa allir og bara stara uppí loft, niður í gólf eða mjög vinsælt; fylgjast með á númer hvaða hæð við erum stödd, allavega allt gert til að horfa ekki á næsta mann.
-eða kreistar fram einhverjar pínlegar samræður sem eru bara til þess gerðar að það skapist ekki pínleg þögn.

Stundum nenni ég ekki að borða uppi og stekk bara til að kaupa mér og borða það svo niðri á deild. Í þau skipti sem ég geri það hafa samtöl á ferðinni niður snúist um matinn sem ég held á...eða allavegana í svona 90% tilvika. Ég er alveg orðin spennt þegar ég er að fara inn....."jæja hvað verður minnst á núna":)

Annars er mín alltaf að plana að fara stigann....jú nó ðe exersæs! Byrja á morgun! ok....)

Engin ummæli: