þriðjudagur, nóvember 12, 2002

jæja, þá er komin þriðjudagur, helgin liðin og næsta plönuð.....
allt gott að frétta, er galvösk og í tómu rugli! ...en ég er ung og falleg kona og ætla mér að hafa þessi frjálsu ár eins skemmtileg og ég get, til þess að gera það verður maður að taka áhættur, eina slíka tók ég í gær og allt er á uppleið. gamanaðessuuhhh!
Annars er ein döpur frétt, hún Daníela heimasæta (kisamín) er fótbrotin. Hún kom heim á sunnudagskvöldið og gat þá ekki stigið í eina löppina. Ég skellti mér í gær til Dagfinns dýralækni og hún varð að vera eftir. Eftir eina nótt á dýraspítalanum náði ég hana áðan og þá var hún komin í júmbó spelkur og innvafin. Mér brá svo mikið að ég fór bara að hlægja, en æ ég vorkenni henni svo mikið. Hún mjálmar stanslaust, er alveg hás. Pirraður köttur er ekkert spes meðleigjandi....úff vona að nóttin verði í lagi:S

Ég er byrjuð í nýrri vinnu---EYMUNDSSON! Ég byrjaði í gær og er ekkert smá ánægð. Það var hún Kolla sem réð mig, algjör engill. Ég held að þetta verði frábær vetur, allt starfsfólkið í góðum fíling og svo eru bækur svo uppörvandi umhverfi. Í alvöru það er svo mikið til af frábærum bókum...ég er strax komin með 2 heim og keppist við að lesa til að getað klárað sem mest:)
Svo var ég að fá að heyra að ég fái mjög interesting verkefni eftir jól, sem er alveg frábær undirbúningur fyrir skólann minn. En þar sem að þetta er ekki alveg komið í ljós ætla ég að bíða með að segja frá því.

Kvöldið í kvöld verður bara rólegt, video eða lestur. Langaði soldið á tónleikana í Þjóðleikhúsinu, NýDönsk. En það datt e-ð uppfyrir. Stefni á að sjá Sigurrós í desember....getur e-r sagt mér hvenær þeir verða og hvenær miðasalan byrjar???

Engin ummæli: