þriðjudagur, nóvember 18, 2008

Litla fjölskyldan saman á ný

Það voru endurfundir á Njallanum í gærkvöldi. En hún Daníela Ragnarsdóttir kom heim til sín eftir að hafa verið Katrínsdóttir síðan í ágúst 2003. Og hún er það enn, ætlar bara að vera hjá ömmu sinni (mér) í 6 vikur eða svo.
Í dag er hún 6 og hálfs árs, og ef maður margfaldar með 7 þá er hún á fimmtudsaldri, she´s a lady-she does what ladies do.

Ég er alveg á því að hún muni eftir mér og íbúðinni sem hún ólst upp í. Við erum strax búnar að ræða málin soldið og hún hefur ekkert breyst. Hlýðir sömu skipunum. Og er pæja. Hún hefur alltaf verið rosaleg pæja hún Daníela. Á sínum glimmerárum (eða 2002-2003) var hún vinsælasta læðan í görðunum hérna í kring. Fressin biðu eftir henni í röðum þegar við komum út á morgnana. Mér varð stundum á hvað hún daðraði stíft. Hvaðan ætli hún hafi erft það?....

En já, eins og þið sjáið er allt að gerast.
Annars eru skemmtilegir dagar framundan; leikhús, tónleikar, matarboð, afmæli, sumarbústaður, spilahittingur og fl og fl.

fimmtudagur, nóvember 13, 2008

Spinning


Við Rósa María vorum ekki lengi að verða uppáhalds nemendur kennarans í spinning tímanum í morgun. Við tókum svo ærlega þátt í söngvastuðunu að hann kallaði "Flott þetta stelpur!!" og svo var hann alltaf að gefa okkur fimmu yfir salinn og þumalinn upp.
Ég stefni óðum á að vera fremst. Þar sem uppáhaldsnemendum sæmir jú að vera, ekki satt?

Kveðja
Diljá afreksíþróttakona (þó ekki með íþróttameiðsl, ennþá)

miðvikudagur, nóvember 12, 2008

Kæra Halla

Ég er nú yfirleitt stolt af öllum vinum mínum.
Þessi hérna fær mig þó oft til að fá tár í augun af stolti.

mánudagur, nóvember 10, 2008

Munnræpa í bloggi...

Nú er búið að skreyta hverfið mitt í jólaljósum. Mikið óskaplega finnst mér það notalegt, sérstaklega svona þegar dagarnir styttast óðum. Á þessum tíma árs þarf ég að hafa mikið fyrir því að halda í gleðina. Og það er svo sem allt í lagi, svo lengi sem ég hef fyrir því.
Og það eru einmitt þessir litlu hlutir sem gleðja mig, eins og jólaljósin. Svo eru hlutir, sem ég hélt eitt sinn að væru ekki minn tebolli, einmitt að gleðja mig mikið núna þessa dagana. Mér finnst til dæmis miklu betra að vera í 9-5 vinnu en ég bjóst við.

Ég er líka að vinna á svo frábærum vinnustað. Þar eru það einmitt litlu hlutirnir sem gera kraftaverkin. Td. að mæta snemma á morgnana, ný skriðin úr sturtunni, og fá heitan hafragraut með hnetum og rúsínum.
Svo var ég að fá eitt verkefni í dag, sem felst einmitt í því að finna upp á þessum litlu skemmtilegum hlutum, sem kosta ekkert, sem gleðja starfsfólkið og þal hvetja til vinnu og að ná settum markmiðum. Og það til 10.mars 2009! Ekki leiðinlegt project fyrir KaosPilot:)

Já svo er ég komin með alls kyns hugmyndir af jólagjöfum í anda kreppujólanna. Ég vona að ég finni tíma og tól til að framkvæma þessar æðislegu hugmyndir mínar.
Ég er líka komin með 2 jólakjóla, en þeir eru þess háttar að þeir eru "í kjólinn fyrir jólin" - eða markmiðs-kjólar. Hanga á innanverðri skáps-hurðinni og bjóða mér góðan daginn á hverjum morgni. Svo fer ég í combat og spinning og hugsa um þá. Og mig, hvað ég verð sæt í þeim um jólin.

Uppáhaldsauglýsingin mín þessa dagana er þessi með litlu stelpunni með kórónu og í kjól að syngja af lífs og sálarkröftum með e-u lagi. Svona getur snjalla fólkið gert mikið fyrir lítið.

Jæja bæjó!

þriðjudagur, nóvember 04, 2008

Pínku pons um tónlist

Mér finnst þessi síða soldið skemmtileg Topp 5 á föstudegi.
Búin að lesa hana í rúmlega ár og þau finna oft upp á góðum þemum, og segja ástæður og sögur bak við val sitt á hverjum topp 5 lista. Veit ekkert hvaða krakkar þetta eru samt.

Og svo langar mig líka að deila einni tilhlökkun með ykkur, en það eru tónleikar með uppáhalds hljómsveit minni þann 23.nóvember. Sigurrós þeas. Eins og rjómi í æðum mínum...

Þið munuð stighna, þið munið brenna...

E-ð grunar mig að ég eigi seint eftir að gleyma augnablikinu þegar ég var látin syngja hástöfum með Hírósíma og þjóðhátíðarhittaranum Lífið er Yndislegt kl.7 á þriðjudagsmorgni, sveitt og móð í spinning tíma.
En Bubbi hefur rétt fyrir sér; "þið munuð brenna"....