föstudagur, febrúar 15, 2008

Ó Brussel

Ég sit hérna á hótelherbergi á Hótel Jolly, sem er ótrúlega huggulegt fjagrastjörnuhótel með marmaralobbí og gylltum ljósakrónum.
Var að vakna og tókst -eins og alltaf- að missa af morgunmatnum.
Í gær kom neyzlu-Íslendingurinn upp í mér (og öllum í hópnum) fórum í búðir að versla föt á 55 mín. Og svo fengum við okkur vöfflu með súkkulaði. Og guð-minn-góður ég missti næstum því jafnvægið þetta var svo gott. Ég verð að taka annan vöfflusnúning á eftir. Prófa fleiri tegundir.

Torgið hérna í bænum er rosalega fallegt, og sérstaklega í þokunni sem lá yfir öllu í gærkvöldi. Eyddum mestum part kvöldsins á stórum bar með pirruðum þjón með víkingasvuntu. Við hliðina á borðinu okkar var uppstoppaður hestur, og ljósakrónan var gerð úr hesta innyflum. Svo var þarna arineldur, og það má ennþá reykja inná börum hérna. Sem er nice. Og samt ekki, ég vil fara að hætta þessu.

Hérna er fréttin um veru mína hérna í Brussel

Farin að kaupa mér vöfflu. Í morgunmat.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ljósakróna gerð úr hesta innyflum :/ En með vöfflurnar... við S fengum okkur svona of oft í BCN. Þær eru hættulega góðar!! og eiginlega fínt bara að þær fást ekki hér á landi því maður myndi liggja í þeim...
Tinna

Dilja sagði...

namm namm namm

Nafnlaus sagði...

úú ég hef farið á þennan bar. Fáðu þér Hoegarden bjór, hann er serveraður í risastóru glasi :) Góða skemmtun, ef þú ert enn í Brussel!!
kv. Ásrún

Nafnlaus sagði...

Brussel lítur mjög vel út.. á eftir að skella mér þangað!