þriðjudagur, febrúar 19, 2008

Bílastæðaperversjón, Brussel og By:Larm

Ég er bílastæðapervert og mér er tjáð að ég erfi það líklegast frá henni móður minni, sem er einnig einn slíkur og kenndi mér þetta orð: Bílastæðapervert.
Ég fæ mikið út úr því að sjá ákv. stæði laus, því ég á mér að sjálfsögðu uppáhaldsstæði á þeim stöðum sem ég þekki mig vel til á. Í kringum heimili mitt eru það nokkur, í Laugum eru það stæðin næst stöðinni...já og yfirleitt eru það kannski stæði sem eru næst áfangastað mínum, og eru ókeypis OG auðvelt að leggja í.
Það er því ákv climax að sjá stæði laus eða losna þegar ég ber að garði. Ó já.

Tónleikarnir í Brussel sl. föstudagskvöld voru velheppnaðir í alla staði. Menningarmiðstöðun Bozar er flottasta tónleikahús sem ég hef séð og haldið tónleika í líka. Ég vildi óska að ég gæti tekið það með mér til Íslands. Við erum ótrúlega stolt af því að vera að taka í þessu metnaðarfullar verkefni sem Iceland on the Edge er. Það var flott frétt um þetta í RÚV fréttum í gær einmitt.

Ég hlakka alltaf meira og meira til að fara á By:Larm festivalið í Osló næstu helgi. Allt er reddí; góður hópur, gott hótel, ný borg (ég hef aldrei komið til Noregs), spennandi festival, margt að sjá og svo auðvitað nokkrir KP-lingar sem ég á date með. Ekki amalegt!

Engin ummæli: