Var að koma heim frá Osló, mjög skemmtilegt þarna á By:Larm. Fín svona tónleikahátíðarborg. Ég held að ég sé búin að vera ofmeta Reykjavík síðast liðin ár. En það er bara sætt álykta ég.
---
Kvót af Msn:
Halla : Hefur þú komið áður til Austfjarða?
Diljá: Nei, en ég hef komið þrisvar sinnum til Las Vegas.
Kvót endar.
Ég hef ákveðið að henda mér oftar í ferðir út á land. Ísland. Næst verður það Ísafjörður á Aldrei fór ég suður. Ég held að það eigi eftir að vera gleðileg ferð.
----
Klukkan er 20.50 á sunnudagskvöldi og ég er að horfa á Stöð 2, á þátt sem á að vera í læstri dagskrá. Ég skil þetta ekki alveg og bara þegar ég skrifa þetta er ég hrædd um að að jinxa Stöð 2 burt.
----
Á morgun er ég að fara til tannlæknis, og það í fyrsta skipti í nokkur ár. Ég er ekki tannlæknahrædd, en ég er mjög tannlækna-kostnaðar-hrædd. Og sagði konunni á símanum að ég væri með skemmdir og fleira sem þarf að gera við, en ég væri einfaldlega á budgeti.
Sjáum hvernig þau klóra sig út úr því. Já eða ég þá.
---
Það er ekki mjög hagstætt að fara oft til útlanda. Þó um vinnuferðir sé að ræða. Svo er það líka fitandi.
---
Meira var það ekki í kvöld.
3 ummæli:
já sammála þér með ferðir út á land.. ætla að skella mér í 1-2 í sumar og þá helst á staði sem að ég hef ekki farið á. Ég hef t.d. aldrei séð Ísafjörð né neitt af Vestfjarðarkjálkanum... hneyksli! En gaman að lesa fréttir af þér, hlakka til að sjá þig næst :) ps. HM sendir knús og kossa
knús til ykkar líka!
já maður verður að vera duglegri í ferðalögunum.
Arnarkletturinn er nú afskaplega falleg perla;) ég verð að fara að koma þangað sem fyrst!
Ég skammast mín þegar ég hitti útlendinga sem hafa farið til Íslands. Þeir vita og hafa séð meira en ég hef séð eða man eftir að hafa séð. Ég fór hverja helgi með ömmu og afa í jeppaferðir þegar ég var lítil og ég verð að fara að skoða þetta allt saman aftur. Var að sýna fólkinu hérna með mér í skólanum myndir af Íslandi og þau áttu ekki til orð "WOW is it for real so beautiful WOW". Ég svaraði ekkert smá stolt en samt svo skömmustuleg. Já maður ætti að skammast sín og taka hringinn á þetta í sumar :)
Rósa María
Skrifa ummæli