fimmtudagur, febrúar 07, 2008

Ljósaskipti

Á þessum tíma árs eru mörkin á milli dags og nætur svo mögnuð. Mér líður alltaf svo ótrúlega vel á meðan skiptin eiga sér stað. Það kemur einhver vellíðan í líkamann, svona rjómi í æðarnar.

Og ekkert veit ég betra en að liggja í heita pottinum í Vesturbæjarlaug á þessum tímum dagsins.
Verð að fara að drífa í því. Hver er memm?

Í kvöld ætla ég að sjá Brúðgumann.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er memm í laugina :) Er að klippa í kvöld en það væri nú gaman að skreppa í bíó á þessu snjókvöldi mikla.

Knús hk

Nafnlaus sagði...

hvernig var Brúðguminn?