föstudagur, ágúst 24, 2007

..."think of a happyplace"...

Fyrir ári síðan var ég að byrja síðasta árið mitt í Kaos-inu. Fyrstu vikurnar fengum við hina og þessa (mis) áhugaverða fyrirlesara. Sumir sitja eftir vegna lærdóms og voru með gott innihald, aðrir voru einfaldlega góðir fyrirlesarar og náðu mér með sér í stuðið. E-ir hefðu getað sleppt því að koma.

Ég man eftir breskri konu fræða okkur um "wholistic businesses", nokkuð áhugavert. Og hún tók okkur í smá hugleiðslu í upphafi dagsins, það var mjög fínt. Nema þegar seiðandi rödd segir manni að "think of happyplace" í svona aðstæðum hef ég oft panikkað smá og verið með valkvíða fyrir hvernig hanna skal þennan blessaða "happyplace". Og þ.a.l ekki slappað af. En svo þegar hún sagði "it can be abstract, it can be somewhere you have been before...." róaðist ég og ósjálfrátt lá leiðin heim til Nönnu frænku í Washington. En ég hafði eytt páskunum hjá þeim fyrr á árinu.
Mér leið svo vel þessa viku, þau eiga svo fallegt hús og Washington er mjög falleg. Svo er Nanna (fyrir þá sem ekki vita) ein af mínum uppáhaldsmanneskjum í öllum heiminum.

Akkúrat núna er ég stödd í þessu æðislega "happy place" eða í húsinu hennar Nönnu og fjölskyldu í Washington DC, USA. Amma Ransý og Afi Óskar eru hérna líka, þau lesa blöðin og Dante og India leika sér um gólfin. Sjálf er ég að vinna aðeins og drekk með því "half half, de caf, charamel mochachino" frá Starbucks. Á eftir förum við í Georgetown í siglingu.

Me iz happy. Yeez.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ohh sounds niice. Vantar immit svona sæta frænku sjálf, sem maður getur heimsótt á spennandi stað þegar manni vantar frí.
Á eina 94 ára new yorker en hún er því miður flutt heim...
Gangi vel á fundinum,, sjáumst í næstu viku.

Nafnlaus sagði...

Njóttu elskan, er með þér í anda :)

Nafnlaus sagði...

hæ beibí
njóttu þín vestan hafs.. ég naut Súperman-dansins með Ladda í stofunni hjá mér... sjáumst fljótt aftur í perluklúbb.. sláum öll met og hittumst sem oftast.. múhahahhaahahah
Jóhanna

herborg sagði...

hvað með Inga frænda? ég er enn að hlæja að því þegar Öddi kom þeim að í Kastljósinu! hahaha.......

hafðu það gott hjá frænku þinni og family:)

Dilja sagði...

takk takk mínar kæru
súparman dansinn verður að vera í hverjum perluklúbb héðan í frá!
Ingi frændi er á íslandi, öddi er í berlín og pabbi í kína
og hér er ég.
SVO glóbal fjölskylda!

herborg sagði...

segðu! vandræðalega glóbal bara!:)