miðvikudagur, ágúst 15, 2007

Takið eftir því að við erum í eins jökkum

Systkinin Diljá og Örn Alexander Ámundabörn stefna að því að slá
heimsmet í hvísluleik í garði Listasafns Einars Jónssonar við
Skólavörðuholt á Menningarnótt. Þau vonast til að gestir
Menningarnætur taki þátt í leiknum en vel yfir 1000 manns þarf til
þess að fyrra met verði slegið. Hér gæti því orðið um að ræða
sögulegan atburð!

Fyrra metið var slegið í Kína á síðasta ári þar sem 1082 hvíslarar
létu orðið ganga alla leið.

Orðið fer af stað kl.15 :00 og er fólk hvatt til þess að mæta
tímanlega. Í garðinum verður líf og fjör á meðan fólk er að koma sér
fyrir. Þetta er tækifæri fyrir Reykvíkinga til að standa þétt saman,
hvíslast á og slá heimsmet í leiðinni.

Meira um fyrirbærið hvísluleik (Chinese Whispers) á Wikipedia
http://en.wikipedia.org/wiki/Chinese_whispers

5 ummæli:

Sigríður sagði...

Er það kannski þemað líka í hvísluleiknum? Að allir verði í eins jökkum?

Dilja sagði...

já hvernig væri það!!?:)

Sigríður sagði...

Í ruglinu!!!!

Nafnlaus sagði...

hey beibí

Takk fyrir frábært hvísluheimsmetamóment. Þetta var uppáhalds viðburðurinn okkar þetta árið.

Sigrún Ósk sagði...

Hehehe, snillingur :) Hlési sagði mér frá þessari tilraun. Hefði sko mætt with bells on ef ég hefði átt séns á því!

Sver til Guðs að koma næst ef leikurinn verður endurtekinn!