Ég hef stundum gert upp árið í lok ársins. Það hefur verið gaman að sjá hvað stendur uppúr og afhverju. Hvað hefur hefur áhrifaríkt og skemmtilegt. Góður siður. En þetta ætla ég ekki að gera núna, ekki strax allavega.
Það er mér svo ofarlega í huga þessa dagana í hversu mörgum rúmum ég hef sofið í á árinu 2006. En ég hugsa að ekkert ár af mínum 27 innihaldi svo háa tölu rúma og 2006. Þetta er þó ekki af því að ég er svona lauslát (langt því frá !)
En mikil ósköp sem ég hef flakkað á milli með ferðatöskuna mína góðu. Þetta spannar allt frá bedda í eldhúsi í Köben til 5 stjörnu hótel í Las Vegas. Nákvæmur listi kemur síðar. Óhætt að segja að það sé gaman að halda utan um svona "mikilvægar" tölur.
Rótleysið hefur verið ríkjandi í lífi mínu síðan haustið 2003. Fyrst fannst mér gaman að lifa þessu litríka sígaunalífi. Enda mikið fyrir ævintýri og afbrigðileg augnablik sem verða að minningum. En núna er gamanið búið og heim vil ek! Stöðuleiki óskast strax...ó já, ó já.
------------------------
Síðan síðast:
Búin í prófinu. Inní mér er blanda af gleði, lærdómi og smá vonbrigðum. Hefði mátt ganga betur. En mælikvarðinn er víst margþættur og mitt er valið að vega og meta.
(jáh maður er djúpur) Eitt af því besta við prófadagana var stór skammtur af kveðjum sem barst í gegnum gleðinnar tæknidyr hvaðan af úr heiminum. "Do it the icelandic Diljá style" sögðu krakkarnir í team 11. Já já ég er búin að ala þessar elskur svo vel upp...
Fór svo á funheitt stefnumót í Köben að hitta kærastann og foreldra hans. Drakk jólaglögg, borðaði purusteik og mátaði kjóla og skoðaði skó. Gleymi alltaf að byrja kaupa jólagjafirnar samt, úpps kaupi bara e-ð handa mér. Verð að fara að venja mig af þessu. Eða ekki...?
Er nú loksins komin í 5 stjörnu herbergi Ástríðar minnar, sem er í Búdapest. Lundin léttist um leið og ég fékk húsnæði. Kamilla brilleraði í prófinu sínu í gær, "you make Dilla proud".
Fagnað var með kókóskjúlla a la Ástríður og öl með team 12 á Pub´en.
Í dag var það jólagjafaverslun, glögg og í kvöld er það fótabað, maski og bíómynd. Á morgun rómantískt stefnumót hjá Dill&Mill í 3jarétta, svo partý í KP. Á sun er það svo jólakökubaxtur og Royaljólamatur 2006.
Já þetta er yndislegt yndislegt líf!
Væri samt til í að vera aðeins minna blönk.
Bæjó
6 ummæli:
Kemst ekki rúmið í Mjóunni inn á topp tíu hjá þér? Þó þú hafir nú bara átt þar þynnkulúra en ekki næturgistingu? Stöðugleikinn þinn er á næsta horni, bara tæpir 2 mánuðir í Njallann ;-) Það verður nú gaman að koma þangað aftur, maður á svo mikið af góðum minningum þaðan. Ég er stolt af þér fyrir verkefnið. Finnst þú ekkert þurfa að vera með nein vonbrigði. Og líka af þér Kamilla. Þið eruð Kaos snillingar númer 1!!! Er Ástríður í Búdapest eða herbergið..... :P Maður á alltaf að kaupa handa sér líka, ekkert að hætta því!!! Skil þig með blankheitin, bankinn alveg búinn að setja mig í spennitreyju, en þetta tekur brátt enda þegar skólinn klárast og peningarnir fara að "streyma inn"!!!!!
þú lullaðir á Bibbanum :)
ps. voðaleg skrifræpa er þetta Sigríður.. farðu nú að hætta þessu blaðri og gera eitthvað af viti!
er þetta að rætast sem þú talaðir um í fyrra? jólin á Florida o.s.frv.???
hlakka til að sjá þig um jólin:)þ.e. ef þú verður ekki á Florida??
Herborg
hahahaha RekkjuDiljá.. ógeðslega fyndið..þú etr alveg með fyndnari manneskjum elskan :)
svaf reyndar í þínu rúmi árið 2005? eða lagði mig einn morguninn áður en við gerðum RISA morgenmad.
Herborg það verður bara Rvk þessi jólin...damn! hitt hefði verið alveg málið. En ég stefni á næstu auðvitað
Bibbinn og Mjóan fara á listann, aðrir mega koma með sín innlegg...
Skrifa ummæli