mánudagur, nóvember 20, 2006

Stick around for Joy

Listablogg eftir helgina, í krónikkal order:

-Við stelpurnar fórum á Apótekið að fagna nýjum aldri Maj-Brittar, borðuðum sushi og drukkum hvítt, freyði og mohitos.
-Dansaði og söng með öllum lögunum á Sykurmolatónleikunum. Dáðist að meðlimum Sykurmolanna fyrir að skemmta sér svona vel á sviðinu.
-Fór í "hliðarsviðs"-partý með plebba VIP fólki Íslands. Drukkum frítt og fórum í lyftu á klósettið. Svo fannst mér lagaval plötusnúðarins svolítið áhugavert, en hann spilaði "best of pop ´93" eða e-ð álíka.
-Brjálæðiskast í kaffibarsröð, versta sort af niðurlægingu.
-Rússneskt kókaín, sápukúla með Tinnu, sms sendingar og fleiri uppákomur í takt við galeiðuna þetta kvöldið.
-Vegamótaborgari, egils appelsín, appelsínuhlunkur, turkish pepper brjóstsykur og löng baðferð einkenndi laugardaginn minn.
-Óvænt boð á Sufjan Stevens kallaði á kjól, eyeliner og hársprey í flýti.
-Tónleikarnir í Fríkirkjunni voru ótrúlegir. Ég sveif um. Allt öðruvísi en tónleikarnir kvöldið áður.
-Jólaboð hjá Maríu Rut og Sunnu Dís. Skandinavískur grjónagrautur með smjöri og kanil. Snafs og evrópskar pylsur og reyktur ostur. Celine á fóninum. Blaut frönsk í desert ásamt ís og jarðaberjum og flauels rauðvíni. Fór ég rétt með þetta Sunna?
-Boðflenntist í brúðkaup og mætti kl.2 eftir miðnætti. Ótrúlega fyndið að mæta edrú í veislu sem hefur boðið hörku djömmurum uppá frítt áfengi í marga klukkutíma. Þarna var fólk að strippa, slást, dansa, dansa og drekka og syngja, trúnó.
-Ég fór bara á barinn og slóst í hópinn, leið ekki á löngu þar til að ég átti trúnaðarsamtal við ókunnuga konu á klósettinu.
-Gekk síðan útí nóttina, í mikla snjónum, á opnum hælaskóm. Það er lífsreynsla, tja jafnvel hetjudáð ungrar konu?
-Á sunnudagskvöldið hélt síðan vinahópurinn útí Nóatún og verslaði inn eins og fjölskylda fyrir jólin 1984. Bayonneskinka, brúnar karteflur, ora grænar, ora gular, rauðkál, 2 gerðir af brúnni sósu og hrásalat. Og svo ómuðu jólalögin.
-Eddan var ok, margt sem kom ótrúlega mikið á óvart. Já nei bíddu...eða ekki. NOT (eins og Borat lærði í jú ess end of eii)

Ég verð viku á landinu í viðbót. Vikan fer í almennt stúss og hugguleg heit. Er til í kaffistefnumót, hafið samabnd!

Bæjó

8 ummæli:

sunnasweet sagði...

já þú náðir þessu nokkurn veginn rétt esskan..gleymdir eggjapúnsinu :)..kannski afþví að það sló ekkkert í gegn :(
Aníveis...takk fyrir ekta ítalskt borðhald...kissjú

Dilja sagði...

Reyndar finnst mér svona eggjapúns góður, ég var samt smá að berjast við þynnku í munninum á lau, þá ku vera erfitt að þamba rjóma jú sí.
En þetta var alveg rúmlega huggulegt kvöld:) takk fyrir mig aftur

Nafnlaus sagði...

Eddan var samt ekkert jafngóð og í fyrra.
Halla

Dilja sagði...

Gætir prófað að googla það...

Nafnlaus sagði...

Stórhættuleg svona "frítt áfengi boð". Ég fór gjörsamlega yfir strikið það kvöld! Skemmti mér vel en man lítið... Hringdi í einn og annan,, aðallega annan sem ég hefði ekki átt að gera.. Drykkjustraff núna hjá mér í bili. En á laug bjargaði Sufjan kjánahrollinum með snilld! Þetta voru með betri tónleikum sem ég hef farið á:)

Sigríður sagði...

Já góðir tónleikar, bæði kvöldin. Gott að kjánahrollurinn er farinn Tinna, ring ring ring.

Sigrún sagði...

Æi þú ert svo brill penni Diljá - hefur þér verið sagt það? Of course you have.

Nafnlaus sagði...

Á hverjum degi er mér sagt hversu brill penni ég er ;-)