miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Oh!

...ég missti af útgáfutónleikum Regínu Óskar í kvöld, missti af Í Djúpum Dal koma út. EN í staðinn gerði ég eitthvað sem lætur mig líða eins og ég standi uppá fjallstoppi, en ekki í djúpum dal. Kynþokkafulla og ósigrandi teymið Dill&Mill fékk íslensku KaosPilot-fjölskylduna í mat í kvöld. Þau fengu indverskan pottrétt (svo gott í kuldanum og skammdeginu) og rauðvín, í staðinn fengum við að ta-hala um verkefnið okkar og fá ráð, gagnrýni og nýjar hliðar. Mjög gagnlegt. Mjög huggulegt. Mjög frábært fólk!

Diamond D er líka byrjuð í líkamsrækt(aftur). íþróttateymið Dill og Six (SiggaSig) láta sjá sig eldsnemma á morgnana í Hreyfingu. Fórum í frábæran tíma í morgun, ásamt hinum kellunum frá hverfinu. Ég virðist missa taktinn með árunum og var stundum alveg ein í minni sóló rútínu...skellihlægjandi, ein. Svo ef ég einbeiti mér vel og vandlega þá sé ég kílóin fjúka. Sigga er búin að fara á 2 BootCamp námskeið, hún er meira með þetta á hreinu. En duglegar erum við! Keyrandi í kuldanum og nóttinni og fara svo að skoppa og dilla okkur með hinu sveitta fólkinu.

Gaman að þessu, lífinu. Væri samt til í að tíminn væri aðeins lengur að líða.

Gleðileg jól

10 ummæli:

Sigríður sagði...

Já maður væri stundum til í að geta látið tímann standa í stað. Ég get annars vegar ekki beðið eftir því að 15. des komi og ég verði BÚIN með skólann en á hinn bóginn hugsa ég um ALLT sem ég á eftir að gera fram að því og þá bara svitna ég!! En ég er hins vegar mjög ánægð með átakið okkar, verðum orðnar rosa fitt um jólin ;-)

Nafnlaus sagði...

hey... ég vissi ekki að þú værir svona lengi hérna að þessu sinni. En hver veit nema við Orri mætum á Skólavörðustíginn og segjum hæ. Hann segir sennilega meira íaaaaaaaa því hann er svo hress.

knús

Svetly sagði...

*heh*
"Ég virðist missa taktinn með árunum og var stundum alveg ein í minni sóló rútínu...skellihlægjandi, ein."
- eitthvað kannast ég við þetta, var vinsamlegast beðin um að yfirgefa "salinn" út af svipuðu hér um árið...*úps* - hef ekki lagt í "hóptíma" aftur.. ;)

Nafnlaus sagði...

Hitti hinn helminginn af teyminu seinna þetta kvöld. Sú var illa stirð og átti erfitt með gang eftir mikil átök í gyminu:)
Annars er þetta með eindæmum erfið spor alltaf þarna í erobik tímum, ég var í ballet í 9 ár en næ aldrei þessum sporum. Í þau fáu skipti sem ég villist inní svona tíma þá rétt skoppa ég um og reyni að halda einhverjum takti og ekki rekast á næsta mann.

Nafnlaus sagði...

"Hvað tekur við" þegar þú kemur aftur til okkar á Njálsgötuna Dilla mín? (svo ég vitni í titil næsta lags frá henni Regínu okkar)

Ragnar sagði...

EN rekur einhver við í hreyfingu og nefnir innri orku eggjastokka, held að við eigum metið þar með bestu líkamsræktina og hótel morgunmat í kjölfarið ;)

Maja pæja sagði...

ohoo mig langar með ykkur á morgnana! alltaf missi ég af öllu hérna í sveitinni :(

Nafnlaus sagði...

Great work!
[url=http://taqymzvj.com/gdhw/ayjc.html]My homepage[/url] | [url=http://tekpohzu.com/yjtl/fpim.html]Cool site[/url]

Nafnlaus sagði...

Good design!
My homepage | Please visit

Nafnlaus sagði...

Good design!
http://taqymzvj.com/gdhw/ayjc.html | http://baudnkwb.com/tdan/qhnu.html