föstudagur, nóvember 17, 2006

oh happy day!

Hér sjáið þið Karin Barreth. Konu sem ég held mikið uppá. Hún er hjarta KaosPilot skólans. Meyra&væmna Diljá grætur við tilhugsunina við að kveðja hana á sviði MuskikHuset þann 15.júní 2007. EN hvað um það! Hérna heldur Karin á prósesskýrslunni minni. Myndin var tekin þegar skólasystir mín skilaði henni inn fyrr í morgun. Er þetta tilefni til að fagna í kvöld?


Hér sjáið ið drottninguna MajBritt Briem. Konu sem ég held líka mjög mikið uppá. Við höfum hlegið og grátið saman, en ég þarf ekkert að hafa áhyggjur af neinu vælukveðjástandi með henni Maj! Henni skal ég fylgja í gegnum lífið. Hlægja enn meira og gráta enn meira, saman í gegnum súrt og sætt. Vinkonurnar Diljá og MajBritt eiga sitt einstaka samband og búnar að eiga lengi. EN hvað um það! Hún MajBritt á afmæli í dag!! 32 ára þessi elska. Er þetta tilefni til að fagna í kvöld?

Jæja og hérna er boðskort í 20 ára afmælisveislu ammlis sykurmolana! Þetta er hljómsveit sem ég ólst mikið upp við að hlusta á. Mamma var svona á sínum "prime time" (og er það enn) þegar þau voru að ná humar eða frægð á sínum tíma. Ég man að mér þótti lagið Ammli rosa flott. Helst á íslensku.
Síðast liðin ár hef ég verið að uppgvöta þau uppá nýtt. Og núna ligg ég hérna í rapture, eyes wide open, með svona barnaspennuhnút í maganum. Í kvöld eru tónleikar, í kvöld er ammli!!
Er þetta tilefni til að fagna í kvöld??



Ég gæti faðmað umboðsmann Borat af gleði og spennu! ótrúlega skemmtilegur dagur í dag, dagurinn sem ég skilaði skýrslunni, óska Maj til hamingju með daginn og ætla á Sykurmolatónleika!
Allir saman nú: "Today is a birthday
They're smoking cigars
He's got a chain of flowers
And sows a bird in her knickers
Ohhh... "

Hamingjan já! Ekki svo vandfundið fyrirbæri verð ég að segja...

4 ummæli:

Sigríður sagði...

Ég segi já við all of the above. Sko aldeilis tilefni til að fagna í kvöld!! Erum við þá að tala um svona faðmlag eins og hjá umboðsmanninum og Borat á hótelinu?

Dilja sagði...

ég er til í hvað sem er núna!!

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með skilin elskan mín!
Hetja og ert búin að vera svo dugleg!

kys paa röven
Sara

Maja pæja sagði...

obbossslega ertu fín