-fyrsta hugleiðing er; er ufsilon í innbi(y)rgt?
-önnur hugleiðing er; hvað ef öll þessi e-mail og bulletin með álögum um margra mánaða og ára ólukku væri sönn. Þeas ef maður myndi ekki áframsenda e-r skilaboðin þá myndi þetta í alvörunni gerast. Bara ekki verða skotin eða ástfangin eða ömurlegt kynlíf í mörg mörg ár.
-þriðja frétt eða hugleiðing; hvar væri ég án tónlistar?
-örfrétt: fór í líkamsrækt í morgun (veit ekki hvort þetta er rækt eða pína, mér finnst þetta einfaldlega ekkert skemmtileg athöfn) en þar hlustaði ég á hljóðbókina "7 habits of highly effective people". Ég fékk smá óbragð í munninn. Fannst ég svona amerísk working girl, working my way to the top. Nota tímann að læra á meðan mér svíður í vöðvana og set upp ljótann svip í andlitið.
-En þessi 7 habit eru fín.
-er smá hrædd við að útskrifast. Vil ekki skilja við skólann minn. Ef ég mætti ráða þá myndi ég setja tvo vísifingur saman, þá myndu allir í KP standa í stað og vera í frjós stellingu þangað til mér myndi þóknast til að mæta á svæðið og allt myndi halda áfram í harmóní. Í millitíðinni myndi ég fylgja draumum mínum. sjálfelskt? eee nei nei
-ég fæ martraðir allar nætur:( hvernig læknar maður undirmeðvitundina?
-eftir 2 vikur verð ég á Íslandi. Kannski verður elsku litli emil minn mættur á svæðið, kannski verð ég viðstödd. Ég fæ í magann bara við að skrifa þetta.
-danska diljá hefur tekið við af íslensku diljá. Það er töluverður munur þar á.
-ég held að ég sé að fara til SanFrancisco um páskana næstu!:) get ekki beðið
-ég ætla að fara að sofa núna. Er að hlusta á play lista í tölvunni minni sem heitir "fallasleepdeardiljá". Ósköp ljúft sem inní mín eyra lekur...mmm
Góða nótt
fimmtudagur, ágúst 31, 2006
þriðjudagur, ágúst 29, 2006
Myndir, myndir og aftur myndir!
Hérna eru nokkar myndir frá því í sumar. Á eftir að bæta fleiri myndum við fljótlega.
og svo
eru hérna æðislegar myndir af fyrstu dögunum í Árósum, aðallega síðan á föstudaginn sl.
Tjékkið á video-inu sem er neðst. Það er af mér í brjáluðu skapi að reyna að fá leigubíl kl.5 um morguninn. Heba sýnir e-a "móðurlega" takta í að róa mig niður.
Fljótlega set ég svo inn fullt af myndum frá SanFrancisco. Veit um nokkra sem eru ennþá að bíða eftir myndum þaðan. Sjó som pesjens fólks...
Elska nýju tölvuna mína. Elskana...
og svo
eru hérna æðislegar myndir af fyrstu dögunum í Árósum, aðallega síðan á föstudaginn sl.
Tjékkið á video-inu sem er neðst. Það er af mér í brjáluðu skapi að reyna að fá leigubíl kl.5 um morguninn. Heba sýnir e-a "móðurlega" takta í að róa mig niður.
Fljótlega set ég svo inn fullt af myndum frá SanFrancisco. Veit um nokkra sem eru ennþá að bíða eftir myndum þaðan. Sjó som pesjens fólks...
Elska nýju tölvuna mína. Elskana...
sunnudagur, ágúst 27, 2006
Skál
Var búin að blogga fullt í dag, en svo datt færslan út.
En hérna er mynd sem tekin er af fjórum kynslóðum kaospilota og Fanney á föstudaginn sl. En við héldum matarboð hérna á Dalgas Avenue. Ég held að allir viðstaddir séu ennþá með harðsperrur í kinnvöðvunum vegna hláturs og brosa þetta kvöldið.
Guðni, Heba, Fanney, Diljá og Kamilla að skála í Cava Kampavíni.
En hérna er mynd sem tekin er af fjórum kynslóðum kaospilota og Fanney á föstudaginn sl. En við héldum matarboð hérna á Dalgas Avenue. Ég held að allir viðstaddir séu ennþá með harðsperrur í kinnvöðvunum vegna hláturs og brosa þetta kvöldið.
Guðni, Heba, Fanney, Diljá og Kamilla að skála í Cava Kampavíni.
miðvikudagur, ágúst 23, 2006
Fyrsti dagurinn, lokaárið...
Hérna er mynd af mér, tekin eftir fyrsta daginn í skólanum(-stjörf af þreytu). Fyrsta daginn á þriðja og lokaárinu mínu í KaosPilot skólanum. Sl vikur er ég búin að vera svolítið stressuð fyrir þessu ári. En eftir skóla í dag fór ég í svokallaðan lifecoachingtíma*. Kom út fílelfd skólastúlka og bjartsýn fyrir komandi skólaári. Mikill léttir. Ó svo mikill léttir.
Ósköp fínt að vera komin aftur til Árósa, við Fanney rúmmeit vorum samferða þvert yfir Danmörk, komum okkur vel fyrir í lestinni og horfðum á 3 þætti af Greys Anatomy. Heima á Dalgas Avenue beið svo Guðný eftir okkur með rauðvín, osta og hreint á rúmunum. Þvílík hamingja eftir langt ferðalag. Á morgun kemur svo Heban mín, hlakka mikið til að fá hana í "þennan heim" minn. Öfunda hana nú smá að eiga þetta allt eftir.
Þess má geta að þessi orð er skrifuð á nýja tölvu, MacBook heitir gripurinn og er svört...eins og iPodinn minn. ÓjáÓjá maður er í stíl. Alltaf svo huggulegur.
*Life coaching
föstudagur, ágúst 18, 2006
Dear Team 11
Núna er sumarið aaalveg að verða búið hjá mér. Og á mánudaginn flýg ég aftur suður á bóginn til Danaveldis og tek svo lestina yfir til Árós. Ég hef ekki heyrt í bekkjarsystkyninum mínum mikið í sumar og ákvað því að senda þeim update af sumarfríinu mínu. Þetta fékk Team 11 í inboxið sitt fyrir nokkru. Þið megið líka sjá:)
Hey my dear classmates
I hope that you have all had a very good summer vacation, at least I have.
Here you have mine in few words ---in a list.
500 hours of work (the company (tvshow) is called LazyTown, I call it CRAZYtown)
Too much food (free food at work, cakes with the cofee at 15 o clock, hate the chef)
2 times to the gym (hehe more then once...)
1 car (my work is farfaraway from home)
1 furnished appartement, that i live ALONE in (got enaugh of moving around and sharing
beds in SF)
3 weddings (incl my parents...and Eva from team 10 as well)
1 funeral (beautyful but a lot of tears)
1 family reunion (wish I could have attended though :O)
1 normal reunion (an annual surprice thing with my friends)
3 birthdays (yes people do celebrate them...)
2 concerts with Sigurros (OMG the most beautyful of it all)
1 campingtrip in the North of Iceland (sigurros played there in a protected national
park...or are all national parks protected? hmmm)
3 times drunk on a weekday (unexpected and a horrible day after at work)
a lot of sushi (free at work..got to love this place)
some sex (hehe, you know me; only in Icelandia)
..and a lot (but not enaugh) of hugs and sweet moments with family and friends, and visits to the great out door icelandic swimmingpools.
Það er ýmislegt sem ég gerði sem ég skrifaði ekki, en svo er líka heilmikið sem ég bara gerði ekki. Það er alltaf þannig.
Sumar 2006, ég þakka fyrir mig. Hlakka samt mikið til þess að sjá skemmtilega viðburði á Menningarnótt.
bæjó og góða helgi
Hey my dear classmates
I hope that you have all had a very good summer vacation, at least I have.
Here you have mine in few words ---in a list.
500 hours of work (the company (tvshow) is called LazyTown, I call it CRAZYtown)
Too much food (free food at work, cakes with the cofee at 15 o clock, hate the chef)
2 times to the gym (hehe more then once...)
1 car (my work is farfaraway from home)
1 furnished appartement, that i live ALONE in (got enaugh of moving around and sharing
beds in SF)
3 weddings (incl my parents...and Eva from team 10 as well)
1 funeral (beautyful but a lot of tears)
1 family reunion (wish I could have attended though :O)
1 normal reunion (an annual surprice thing with my friends)
3 birthdays (yes people do celebrate them...)
2 concerts with Sigurros (OMG the most beautyful of it all)
1 campingtrip in the North of Iceland (sigurros played there in a protected national
park...or are all national parks protected? hmmm)
3 times drunk on a weekday (unexpected and a horrible day after at work)
a lot of sushi (free at work..got to love this place)
some sex (hehe, you know me; only in Icelandia)
..and a lot (but not enaugh) of hugs and sweet moments with family and friends, and visits to the great out door icelandic swimmingpools.
Það er ýmislegt sem ég gerði sem ég skrifaði ekki, en svo er líka heilmikið sem ég bara gerði ekki. Það er alltaf þannig.
Sumar 2006, ég þakka fyrir mig. Hlakka samt mikið til þess að sjá skemmtilega viðburði á Menningarnótt.
bæjó og góða helgi
miðvikudagur, ágúst 16, 2006
Penetreitor
Ef þið eruð komin með leið á því að sjá verk á stóru sviðunum í leikhúsum Íslands, þar sem leikarar horfa ekki á hvern annan þegar þeir tala saman, tala eða gala með skrýtnum talanda út í salinn. Sjá leikrit sem sett eru upp án nokkurar áhættu, svona "eitthvað fyrir alla" drepið í ófrumlegri markaðsetningu og skilur ekkert eftir. Eða glimmerlitaðan söngleik á 3500 sem er lélegri en 1000 kalla söngleikur hjá Versló. Já ef þið eruð komið með nóg af þessu, þá mæli ég með því að þú sjáir Penetreitor.
Ég var að koma af því og var þetta annað skiptið sem ég á þetta. Ég er hætt að fara á þetta rusl á stóru sviðunum. Verð alltaf fyrir vonbrigðum.
mánudagur, ágúst 14, 2006
VinnustaðaRómans í Latabæ?
Hann er ljóshærður, með skipt í miðju. Held að þetta sé sveipur. Oft í bláum bol. Soldið bangsalega vaxin, hugsa að það sé gott að kúra hjá honum. Frekar hávær og mjög fyndinn. Hann er þessi týpa sem hefur húmor fyrir sjálfum sér. Mér finnst það svo skemmtilegur eiginleiki.
Þegar ég sé hann þá fæ ég sting í magann og svo flissa ég yfir öllu sem hann segir, líka því sem ekki á að vera fyndið.
Já góðir lesendur ég er barasta skotin í strák!
En á sama tíma er ég líka búin að missa vitið og komin með sjúkasta fetish sem ég hef fengið. Strákurinn sem ég er skotin í heitir Siggi. Siggi Sæti og er brúða í Latabæ.
Hjálp!
Annars er þetta nú síðasta vikan mín hérna í lata bænum sem og bara reykjavíkurbænum :( Eftir viku byrjar skólinn á ný. Og þangað til er nóg sem ég þarf að gera. Skatturinn, LÍN, kveðjusleik, leikhús, menningarnótt, risa stórt heimaverkefni fyrir skólann sem ég hefði átt að byrja á í júní, skila íbúðinni og bílnum, kaupa iBookMacPro ofl ofl. Hlakka samt til að fara í skólann, vá lokaárið bara að byrja. Eftir ár verð ég 100% KAOSPILOT stelpa. Kona?
Og vonandi ekki á föstu með brúðu sem er ekki einu sinni með fætur...
Þegar ég sé hann þá fæ ég sting í magann og svo flissa ég yfir öllu sem hann segir, líka því sem ekki á að vera fyndið.
Já góðir lesendur ég er barasta skotin í strák!
En á sama tíma er ég líka búin að missa vitið og komin með sjúkasta fetish sem ég hef fengið. Strákurinn sem ég er skotin í heitir Siggi. Siggi Sæti og er brúða í Latabæ.
Hjálp!
Annars er þetta nú síðasta vikan mín hérna í lata bænum sem og bara reykjavíkurbænum :( Eftir viku byrjar skólinn á ný. Og þangað til er nóg sem ég þarf að gera. Skatturinn, LÍN, kveðjusleik, leikhús, menningarnótt, risa stórt heimaverkefni fyrir skólann sem ég hefði átt að byrja á í júní, skila íbúðinni og bílnum, kaupa iBookMacPro ofl ofl. Hlakka samt til að fara í skólann, vá lokaárið bara að byrja. Eftir ár verð ég 100% KAOSPILOT stelpa. Kona?
Og vonandi ekki á föstu með brúðu sem er ekki einu sinni með fætur...
föstudagur, ágúst 11, 2006
Áðan hugsaði ég "mmm væri alveg til í að vera á leið út á land"
...og þá mundi ég. Ég er að fara út á land eftir vinnu.
Já draumarnir, stórir og smáir, rætast á einu augabragði. Vei
Annars er ég orðin háð augndropum og í vinnunni eignast ég vini sem eru það líka. Svona eins og þegar maður verður hluti af hópnum sem reykir. Við ræðum um þurrt loft í latabæ og skvettum svo dropum uppí augun, einn dropi í hvort. En ég er komin uppí 2-3 þegar ég er virkilega hress. Og þurr.
Svo er ég búin að komast að því að það er gott fyrir egóið að vinna með könum. Þeir hrósa manni svo skemmtilega og það á hverjum degi.
Á morgun er partý í Latabæ sem ég er að skipuleggja. Þemað er rautt.
ok bæ
...og þá mundi ég. Ég er að fara út á land eftir vinnu.
Já draumarnir, stórir og smáir, rætast á einu augabragði. Vei
Annars er ég orðin háð augndropum og í vinnunni eignast ég vini sem eru það líka. Svona eins og þegar maður verður hluti af hópnum sem reykir. Við ræðum um þurrt loft í latabæ og skvettum svo dropum uppí augun, einn dropi í hvort. En ég er komin uppí 2-3 þegar ég er virkilega hress. Og þurr.
Svo er ég búin að komast að því að það er gott fyrir egóið að vinna með könum. Þeir hrósa manni svo skemmtilega og það á hverjum degi.
Á morgun er partý í Latabæ sem ég er að skipuleggja. Þemað er rautt.
ok bæ
miðvikudagur, ágúst 09, 2006
fimmtudagur, ágúst 03, 2006
It´s a new dawn, it´s a new day, it´s a new life for me and I am...
...feeling good!
Þetta söng hún Nina Simone fyrir mig í morgun þegar ég gekk á niður laugaveginn fyrir klukkan átta í morgun. Lá við að ég tæki undir og dillaði mér í takt við lagið. En ég lét það duga að brosa breitt til ferðamannanna. Í þetta skiptið. Einu sinni í San Francisco var ég að labba (eins og svo oft áður þar í borg) upp og niður brekkurnar, var að hlusta á Frank Sinatra og hélt á gulri regnhlíf. Neðst í einni brekkunni stóðst ég ekki mátið og tók þessi rosalegu spor og spilaði regnhlífin stórt hlutverk við stíl sporanna. Þið sjáið þetta kannski fyrir ykkur...
Sé ekki eftir þessu. Enda lagt frá því að vera álitin furðuleg í þessari elsku borg. Full af furðufuglum.
Ástæða þess að ég var að rölta svona snemma á laugaveginum var sú að ég átti stefnumót við uppáhalds karlpeninginn minn í þessum heimi hér. Ómetanleg stund að byrja daginn á Kaffitári með pabba sínum. Við hliðina á okkur sátu Gísli Marteinn og Gunnar Eyjólfs að rökræða þjóðmálin. Ekki tala þeir lágt verð ég að segja. Leið mín hélt síðan á snyrtistofu Tony and Guy þar sem ég lét pinta mig í rúma klukkustund. En gekk út þokkafyllri en er ég gekk inn. Þess virði.
Svo var það hádegismatur með elsku ömmu og mömmu á Súfistanum. Ömmu finnst svo huggulegt að hittast "niðrí bæ í löns". Alveg uppáhalds. Og var ég ánægð þegar hún féll fyrir uppáhalds kaffihúsinu mínu.
Er núna komin í vinnuna og get ekki einbeitt mér því ég er svo spennt að fara norður í Ásbyrgi að sjá Sigurrósina spila annað kvöld. Svo er óvissa með laugardaginn, en ég enda á Nasa á Sunnudaginn á Innipúkanum. Getur ekki klikkað.
Bottomline:
góður dagur hjá jors trúlí í dag og helgin er litin björtum augum.
Bæjó
Þetta söng hún Nina Simone fyrir mig í morgun þegar ég gekk á niður laugaveginn fyrir klukkan átta í morgun. Lá við að ég tæki undir og dillaði mér í takt við lagið. En ég lét það duga að brosa breitt til ferðamannanna. Í þetta skiptið. Einu sinni í San Francisco var ég að labba (eins og svo oft áður þar í borg) upp og niður brekkurnar, var að hlusta á Frank Sinatra og hélt á gulri regnhlíf. Neðst í einni brekkunni stóðst ég ekki mátið og tók þessi rosalegu spor og spilaði regnhlífin stórt hlutverk við stíl sporanna. Þið sjáið þetta kannski fyrir ykkur...
Sé ekki eftir þessu. Enda lagt frá því að vera álitin furðuleg í þessari elsku borg. Full af furðufuglum.
Ástæða þess að ég var að rölta svona snemma á laugaveginum var sú að ég átti stefnumót við uppáhalds karlpeninginn minn í þessum heimi hér. Ómetanleg stund að byrja daginn á Kaffitári með pabba sínum. Við hliðina á okkur sátu Gísli Marteinn og Gunnar Eyjólfs að rökræða þjóðmálin. Ekki tala þeir lágt verð ég að segja. Leið mín hélt síðan á snyrtistofu Tony and Guy þar sem ég lét pinta mig í rúma klukkustund. En gekk út þokkafyllri en er ég gekk inn. Þess virði.
Svo var það hádegismatur með elsku ömmu og mömmu á Súfistanum. Ömmu finnst svo huggulegt að hittast "niðrí bæ í löns". Alveg uppáhalds. Og var ég ánægð þegar hún féll fyrir uppáhalds kaffihúsinu mínu.
Er núna komin í vinnuna og get ekki einbeitt mér því ég er svo spennt að fara norður í Ásbyrgi að sjá Sigurrósina spila annað kvöld. Svo er óvissa með laugardaginn, en ég enda á Nasa á Sunnudaginn á Innipúkanum. Getur ekki klikkað.
Bottomline:
góður dagur hjá jors trúlí í dag og helgin er litin björtum augum.
Bæjó
þriðjudagur, ágúst 01, 2006
Ásbyrgi
hér kem ég, hér kem ég. Góðan daginn daginn, daginn.
En ég lýsi eftir svefnpokanum mínum, hvar er hann? Ef hann svarar ekki, á þá e-r svefnpoka sem vill vefja sér utan um mig um verslunarmannahelgina?
Þetta er planið mitt;
föstudagur; Sigurrós í Ásbyrgi
laugardagur; Síldarævintýri á Siglufirði
sunnudagur; Innipúkinn í Reykjavík
Kannski örlítið óraunhæft. En þetta verður ábyggilega yndisleg helgi. Þarf að fara útí búð og kaupa diska til að skrifa góða "driving along in my automobile" diska fyrir ferðalagið. Nú já eða hljóðbækur...
ps. er að gera morgunleikfimina á Rás 1 á meðan ég skrifa þessi orð, það er sko sitjandi tími í dag. Já og nú hef ég réttlætt ekki-heimsóknina mína í Hreyfingu.
En ég lýsi eftir svefnpokanum mínum, hvar er hann? Ef hann svarar ekki, á þá e-r svefnpoka sem vill vefja sér utan um mig um verslunarmannahelgina?
Þetta er planið mitt;
föstudagur; Sigurrós í Ásbyrgi
laugardagur; Síldarævintýri á Siglufirði
sunnudagur; Innipúkinn í Reykjavík
Kannski örlítið óraunhæft. En þetta verður ábyggilega yndisleg helgi. Þarf að fara útí búð og kaupa diska til að skrifa góða "driving along in my automobile" diska fyrir ferðalagið. Nú já eða hljóðbækur...
ps. er að gera morgunleikfimina á Rás 1 á meðan ég skrifa þessi orð, það er sko sitjandi tími í dag. Já og nú hef ég réttlætt ekki-heimsóknina mína í Hreyfingu.