þriðjudagur, mars 28, 2006

Í dag er einn af þessum dögum sem allt gengur upp

Allt er svo æðislegt að ég syng og tísti úr hressleika.

Í fyrsta lagi er ég að fara uppá flugvöll eftir smá stund að ná í hörpu, bjarka og guðrúnu elvu og ætla að taka með videocameruna og ná þessu á teip!

Svo í morgun fékk ég meil frá "yfirmanni" mínum sem innihélt (sko mailið ekki hann maðurinn) mjög spennandi tilboð um framtíðina og framabrautina. Og hann hennti nokkrum velvöldum hrósum með, og af þeim fær maður víst aldrei nóg!

Ég er búin að reyna að versla 4 flugmiða í gegnum netið sl daga og ekkert gengið upp. Ég var orðin svo pirruð og vonsvikin að ég hefði getað grenjað. En svo reyndi ég í dag...og viti menn. Þetta rann í gegn! Jeij!

Ég fór á mikilvægan fund áðan sem viðkemur verkefninu okkar. Við fórum 2 úr hópnum á fundinn og rúlluðum honum upp. Ég er ekki frá því að kennslan sé alltaf að skila sér meir og meir, maður sér það víst best í akksjón ekki satt?

Æ já lífið leikur við jors trúlí í dag! Ég vona að þið þarna úti sem lesið þetta blogg mitt (en kommentið nánast never ever hah!) hafið það líka gott verever jú ar!

bæjó

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

good things happen to good people!
þúrt svo góð sæta beibí!!

Maja pæja sagði...

Gaman gaman sæta stelpa... Æmsóhappíforjú´:)

Nafnlaus sagði...

Öfunda þig feitt elsku ofurþyngdin mín og get ómögulega samglaðst þér..lyfjaleysið sjáðu ;)
Neeee, samgleðst og dansa þér til heiðurs svo sílspikaðar kinnarnar slást við þriðju hökuna frá vinstri!
Matta

Nafnlaus sagði...

Maður lifnar bara við að lesa þetta færslu Diljá :) Haltu nú áfram að lifa lífinu þarna úti kona góð!
Þín er saknað hérna í Árósum!

Nafnlaus sagði...

ég elska þig og sakna. vildi að ég væri þarna með ykkur. en við verðum góðar á austurvelli í sumar og gerum okkar eigin san fran á islandi.
gott að allt sé að ganga upp þú átt það skilið