föstudagur, mars 03, 2006

aaa the snowball effect....!!

Nú í dag legg ég aðra merkingu í orðið; Snjóboltaáhrif.
Ég er nefnilega í snjóboltaáhrifi sko. Mér líður annað hvort eins og ég sé inní boltanum og hafi svona þó nokkuð góða stjórn á honum. Eða trúðast svona ofan á honum og er alltaf aaaalveg að fara að detta af. En þá bara stækkar hann og ég held áfram niður brekkuna. SanFrancisco brekkuna....

Verkefnið okkar gengur svo vel, að við í hópnum mínum (5 stelpur) erum næstum því hræddar. Ég veit ekki hvort það er okkar skandinavíski þokki sem gerir það að verkum að allstaðar sem við komum eru opnar dyr og um leið og við opnum munninn opnast fleiri. Allir eru óðir í að kynna okkur fyrir hinum og þessum og hinn og þessi eru tilbúnir að gera allt fyrir okkur. En ég trúi því að ef maður trúir á sig og sitt verkefni að þá getur maður "selt" hverjum sem er það og allar nauðsynlegustu leiðir opnast. Hingað til erum við búnar að koma í sjónvarpinu (eða já þetta veðrur sýnt 7 apríl) og svo erum við að fara í útvarpsviðtal bráðlega líka. AlmostFamous! KombakkRokklingsins í Ammeríku!

Ég er nú ekki mikill Rokklingur núna. Ekki nema það að ég rokka í rúminu núna. Sem flensufórnarlamb. Ég sem hélt að maður yrði ekki þunnur né veikur erlendis. "Á ferðum mínum um heiminn hef ég ekki orðið vör við...." DiljáGlóbalVeikaLasin fór nú samt til kaupmannsins á horninu, sem að sjálfsögðu seldi heil ósköp af aaaallskonar meðölum. Ótrúlegt magn og úrval til í þessu landi og fæst allsstaðar. Eftir mikinn valkvíða og svita keypti ég

Og er nú búin að taka 2 hlunka-eldrauðar-geltöflur. Og líður bara soldið undarlega verð ég að viðurkenna. Eins gott að Barbara Landlord sé til taks;)

Ætla að vera orðin hress á morgun. Því við erum að fara að hitta svo merkilegt fólk út í Berkely. Má ekki missa af því.
Vona að vicks-non drowsy-day-quil-liqui-caps-multi-symotom-col-flu-relief-meðalið virki.

God bless America!

2 ummæli:

lou sagði...

rambaði ég ekki inná þig? :) barasta í SanFran ohhhh hvað það hlýtur að vera gggeeeeeeggggjjjjaaaðð.. mun fylgjast með þér ;)

Lovísa skrifta ;)

Nafnlaus sagði...

ég verð mjög reglulega lasin í útlöndum. Það er hundfúlt.
Lá t.d. í keng í 10 daga í DK með magakrampa. Ein í litlu herbergi. Þá vildi ég fá mömmu mína.
Veiktist daginn áður en ég fór til Rúmeníu og lá fyrstu tvo dagana þegar allt hópeflið var í gangi.
Svo var ég líka einu sinni veik í Tælandi og frekar en að hanga á sjúskuðu gistiheimili fór ég í bíó til að slappa af. Lord of the Rings, 3 tímar. Loftræstingin á fullu og ég var að frjóhósa úr kulda allan tímann. Góð hugmynd.
Sum sé: Glóbalveikindi = ólöglegt.
Er ekki hægt að fá e-a evrópusambandstilskipun um málið?
Ok, ég er að læra undir próf. Mér leiðist.
Halla