fimmtudagur, desember 29, 2005

miðvikudagur, desember 28, 2005

Mér var litið á lítinn lista sem ég skrifaði hérna á þessa síðu í janúar sl. Þetta var listi með nokkrum markmiðum sem ég setti mér. Ekkert af þessum markmiðum voru slegin. Samt hef ég nú gert ýmislegt sem hafa gert mig að meiri og betri manneskju. Til dæmis hef ég lært próaktífa markmiðssetningu. Þetta kemur:)
Nýtt ár að hefjast og ég veit að það á eftir að verða mjög eftirminnilegt. Bara veit það. Kannski ég hætti að haga mér eins og unglingur og verð fullorðin.

Ég fæ alltaf smá post depression eftir hátíðarnar. Svona skellur. Ég held að það sé afþví að ég er mikið aðventubarn. Finnst aðventan yndisleg. Svo kemur hápunkturinn. Jólin. Svo bara búmm bara búið! En það eru einungis nokkrir dagar eftir af fríinu mínu og ég ætla mér að njóta þess að vera í faðmi fallega fólksins, fallegu íslandsbarnanna.

Mæli með:
-little trip to heaven
-að sofa út...nei vakna og sofna aftur eftir að hafa lesið blöðin uppí rúmi
-de-tox eftir kjötið, eftir konfektið, sósurnar og eftir maltið
-nýjum náttfötum, nýjum inniskóm, nýjum sokkum, nýjum kodda, jólabókum
-spilakvöldum
-san fransisco tilhlökkunar fiðrildum
-bjartsýni, væmni, kærleika, kraftaverkum

Mæli ekki með:
-rótinni í hárinu á mér
-jólaveðrinu í ár
-óþekkt og ölæði daginn fyrir þorláksmessu
-hvað tíminn líður hratt

bæjó

föstudagur, desember 16, 2005

Mig langar svo í jólatré til að hafa á Aragötunni dagana fyrir jól og um jólin. Mér er alveg sama hvort það er ekta eða gervi, en ég er með allskonar skrauthugmyndir. Svo langar mig að ofskreyta íbúðina líka. Veit ekki afhverju, kannski bara fyndið. Fyndið að hafa íbúðina eins og búðarglugga í kringlunni. Og jólalög tuttuguogfjórasjö. Eftir rafmagnsleysið hef ég þó lært að meta ljós uppá nýtt. Maður veit nefnilega ekki hvað maður hefur, fyrr en misst hefur (?? er það svona þetta máltak...er máltak orð) (æ ég bý sko erlendis...) Já aftur að jólaíbúðinni á Aragötunni, þá væri líka gaman að vera alltaf með heitt glögg á hellunni.

Hápunktar þessarar viku er:
-morgunsundstund með eldriborgurum í Vesturbæjarlaug. Mér var boðið með í leikfimina. Næst fer ég. Kl.11 á fim. morgnum. Hver er með?
-ég keypti pakka til að setja undir pakkatréið í Kriglunni. Skapaði vellíðan.
-heimsóknin á Heilsugæsluna á Seltjarnarnes. svona "hefðiráttaðveraþarna" en ég held að þetta væri alveg nokkuð fyndinn sjónvarpsskets hjá stelpunum eða fóstbræðrum (verð að fara að sjá þá þætti aftur!! á e-r?)
-matarboð hjá hollenskufjölskyldunni minni. Ó hvað það var ljúf stund. Þau er sko íslensk samt;) en við eigum hollenska sögu.
-sjónvarpsdagskráin á skjáeinum í gær (fim) mér fannst æði þegar Sirrý (frænka mín) spurði Jenný frúBachelor hvort hún vildi koma í sleik! og 2faldur Silvía var eðal.
-5 tíma morgunkaffihúsaferð á Prikinu í morgun með frábæru fólki. Veivei
-útgáfutónleikar DaníelsÁgústs


Hvað voru hápunktar þínir?

þriðjudagur, desember 13, 2005

Örfréttir af Dilja Amundadottur

-á Kastrup stóð ég í 5 biðröðum samtals. Í einni þeirra voru hjón sem pældu rosalega mikið í mér á meðan ég valdi mér lag í iPodinum mínum. Voða önug á svip. Ég hugsaði með mér; "pottþétt hollendingar". Við hliðið sá eg passann þeirra og hugsaði með mér "ó hvað ég er orðin góð í að láta þessa þjóð fara í taugnarnar á mér"

-um borð í loftlausri icelandair þotu gerði ég eitt sem ég geri alltaf en enginn veit. Set barnarásina á í hlustikerfinu. Þar spila þeir Rokklingana nefnilega. Mér finnst svo gaman að hlusta á sjálfa mig nefnilega.

-það er rosalega dimmt á íslandi núna. Er dimmara í ár en í fyrra? Nei það er bara rafmagnslaust á Aragötunni.

-í gær söng ég í singStar með fjölskyldunni minni, mest voru þetta þó ég og óskar...og svo aðallega bara ég. En svo forum við í Yatsy.

-núna, akkúrat núna, er ég að fara með Tinnu í morgunsund í morgundimmunni. Svo ætlum við að fá okkur br-unch. Fullkomin byrjun á vonandi góðum degi.

-ég nýt þess að vera í jólafríi.

Jólin jólin allstaðar. Búum til betri heim, sameinumst hjálpum þeim. Menn, konur og börn. Minnum á frið á jörð. Þau eru systkyn mín.

Jólastelpa. Ég. Jább!

miðvikudagur, desember 07, 2005

Svalaðu forvitni þinni...

Settu nafnið þitt í kommentakerfið og..

1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig.

2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig.

3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig.

4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér.

5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á.

6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig.

7. Ef þú lest þetta verðuru að setja þetta á bloggið þitt!


Check me out!

sunnudagur, desember 04, 2005

til ykkar sem....

kitluðuð mig þá er "afrekið" að finna hérna

www.perlurnar8.blogspot.com

tjék it

Jackað i Köben

Var að koma heim úr stelpuferð til Köben, þið vitið svona jólaferð.
Ég gleymdi myndavélinni minni heima á Íslandi (eða svona veit ekki alveg hvar hún er, anyone?) þannig að ég fann aðrar myndir þegar ég googlaði "girlfriends+christmastrip"...þannig að þetta er svona eiginlega það sama.

En þessi ferð var mjög góð. Við vorum alltaf að "jacka", svona eins og sannir heimsborgarar. Svo sugum við frozen cocktails í gríð og erg. Einn staðurinn var samt með vatnsblandaða. Við föttuðum það eftir 6 stykki margaritur. Já ég get ekki neitað því að við versluðum... Enda tilheyrir það nú þessum stelpujólaferðum er það ekki? En það kom mér smá á óvart að við skildum bara gleyma að kaupa jólagjafirnar (eeehhumm). En maður verður bara að vera góður við sig svona á þessum síðustu og verstu er það ekki? Hittum þau SAM og Karítas á Samsbar, tókum þar örfá lög líka. Eins og sannir íslendingar í köben. Já já. Nú við gengum í ljósadýrðinni í Tívolí lí lí. Drukkum jólaglögg og sungum sálma í anda aðventunnar. Borðuðum góðan mat.

Já svo hittum við "aðeins" yngri gutta. Og tjúttuðum með þeim. Þeir eru leikskólakennarar og miklir herramenn.
Veðrið var alveg ágætt bara, stundum köld gola hinsvegar. En bara ákjósanlegt. Maður hefur nú séð það verra jú jú.
Hennes og Mauritz biðja að heilsa heim líka. Biðja samt líka að skila óskum til þeirra kaupóðu; "að drífa sig út þegar það LOKAR og ekki biðja um tax free eftir lokun." Já já. Það er bara svona.

gleðilegan annan í aðventu kæru lesendur
guð veri með ykkur