miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Fullt tungl

Það er fullt tungl þessa dagana og er stemmning mín í takt við þá staðreynd. Ég er skrýtin þessa dagana og geng um í e-i leiðslu. Geri hluti sem ég hef ekki gert áður. En það er alltaf gaman að krossa við atriðin á listanum "things to do before I get married". Á þeim lista gæti til dæmis verið "halda karókí í heita pottinum í Vesturbæjarlauginni". Pottahópurinn með Skerjafjarðaskáldinu innanborðs heldur pottakarókí í kvöld. Enginn annar en elsku Ragnar sem lenti frá SuðurAfríku í gær ætlar að ganga í pottahópinn í kvöld. Sund í rökkrinu. Það er svo ljúft. Hreinsar líkama og sál, sem er æði því ég er alltaf í detox á virkum dögum.

Á sunnudaginn nk ætla systkynin í White Stripes að gera allt vitlaust í höllinni. Ég ætla að sjá til þess að láta þau fá það sem þau vilja og láta þeim líða vel á meðan dvölinni stendur. Þetta skilar sér svo allt á sviðinu. Eða svo segir sagan. Á einum rider sem ég fékk stóð "your effort to get this brand (rauðvín sem kostaði 80.000kr) will make your concert guests more happy, if you know what I mean..." Já ábyrgðin, ó ábyrgðin.

Bæjó

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hvaða vín var þetta? hugrún

Nafnlaus sagði...

mér finnst eiginlega að þú eigir að vera gera kröfur til þeirra en ekki eins og þetta er núna.
Þið fáið að koma til íslands - þið getið bara tekið rauðvín handa mér með ykkur!!!
prófaðu að segja það við þau ...
Katrínj

Kamilla sagði...

11 dagar, Dilla. 11 dagar!!!!!!