sunnudagur, nóvember 06, 2005

Litlu hlutirnir

Þrátt fyrir kulda, vind, hálku, slabb, skammdegi og allt þetta sem einkennir íslenskan vetur þá finnst mér stundum svo ótrúlega rómantískt að vera í reykjavík. Og þá á ég ekki við svona kertirauðvíndate rómó. Heldur bara þessi töfrandi augnablik sem ég upplifi dag hvern. Tildæmis um daginn var ég að byrja daginn fyrir sólarupprás og þurfti að skafa af bílnum. Setti bílinn í gang og hlustaði á fréttirnar á rás 2 og skafaði af rúðunum í birtingunni. Mér fannst þetta magnað.
Svo finnst mér líka æðislegt að fara í sund þegar það dimmar seinnipartinn. Þar hittir maður þverðskurð af íslensku fólki. Fjölskyldufólk, unglinga, gamla sjóara, skvísur, gamlar konur, mongólíta... Svo mætti lengi telja. Í pottinum skapast oft ótrúlega hressandi umræður. Nú síðast talaði potturinn um verkfræðina á bak við brjóstahaldarastærðir. Jáhá.
Mér finnst líka svo gaman bara að keyra um og horfa á borgina, því nánast í hverju horni á ég minningar. Mér finnst gott að þekkja til og vita hvert ég á að fara næst. Gaman að geta gert allt á sínu eigin tungumáli, að sækja þjónustu er leikur hér miðað við í landi sem maður kann ekki tungumálið sem er talað þar. Svo finnst mér gaman að horfa á íslenskt sjónvarpsefni, þótt það sé langt undir gæðastaðli okkar sem erum alin upp af hollywood á tækniöldinni.

En ég held að ég myndi ekki meta neitt að ofantöldu ef ég væri ekki búsett erlendis. Þá væri þetta bara grár veruleikinn held ég.

ég ætla að sjá heiminn fyrst og svo kem ég heim í gráa veruleikann með glimmerinu í framtíðinni minni.

6 ummæli:

Kamilla sagði...

Oh, ég sakna Íslands!! Og þín!!

Nafnlaus sagði...

Va hvad eg er gladur ad eg se ad koma heim eftir VIKU :) skil hvert einasta ord tharna (ekki bara af thviu ad eg skil islensku, heldur skil eg reykjavik einsog thu) heiti potturinn i naestu viku ?
Ragnar

benony sagði...

Ísland og allt íslenskt er gull.

Nafnlaus sagði...

Þú ert svo fallega innréttuð krúttið mitt.Lov u.Kata

Nafnlaus sagði...

Skemmtilegur texti

herborg sagði...

já, ég er sammála þér með að maður myndi sennilega ekki taka eftir þessum litlu hlutum efmaður hefði ekki búið úti. Mér finnst til dæmis alltaf svo magnað þegar ég er að labba Laugaveginn að horfa niður alla stígana og sjá fjöllin.

Ísland er best:)

Ertu á landinu, ef svo þá máttu endilega koma í heimsókn:)