í hátíðarskap þó úti séu snjór og krap. Eða ég kemst einmitt í jólaskap þegar það er snjóstormur og hálka úti. Eins og það var á föstudaginn þegar ég vaknaði. Mér og fólkinu mínu fannst ekkert tiltökumál að klæða sig þá upp í kjóla og betri föt og setja jólalög á fóninn og dilla sér smá.
Stundum held ég að ég átti mig ekki á muninum á milli raunveruleikans og þess heims sem ég og hún Harpa mín höfum skapað sl misseri. Þegar við förum í þann heim fer lífið bara á hold og söngur, dans og hlátur á hug okkar allan.
En nú er ég komin í raunveruleikann á ný og hnúturinn í maganum stækkar. Á morgun byrja ég "nýtt líf" í raunveruleikanum. De-tox matarræði, ræktin, skólinn, vinnan, íbúðin, fjármál.... Já það er erfitt að vera fullorðin.
En líka ó svo gaman að vera til!
sunnudagur, október 30, 2005
miðvikudagur, október 26, 2005
Mig langar svo
í nudd, allsherjar nudd og slökun
að finna metnaðinn aftur gagnvart verkefninu mínu
vita ekki hvað það er að fresta hlutunum
að hætta því að hafa áhyggjur
í slátur og svið (fékk smá smakk um daginn og langar í meir) með mús og stöppu
uppí sveit og þegja og brosa
að búa í íbúðinni minni á Njálsgötu, hryllilega sæt
að vera betri gestgjafi
í líkamsrækt, sérstaklega tilfinninguna eftir að hafa verið dugleg
að hafa meiri þolinmæði
að vera fyndnari
að hætta að drekka bjór
í nýjar gallabuxur og vetrarskó
Þá veit ég það. Þá vitið þið það. En svona þegar ég lít yfir þetta þá er þetta nokkuð gerlegur listi.
að finna metnaðinn aftur gagnvart verkefninu mínu
vita ekki hvað það er að fresta hlutunum
að hætta því að hafa áhyggjur
í slátur og svið (fékk smá smakk um daginn og langar í meir) með mús og stöppu
uppí sveit og þegja og brosa
að búa í íbúðinni minni á Njálsgötu, hryllilega sæt
að vera betri gestgjafi
í líkamsrækt, sérstaklega tilfinninguna eftir að hafa verið dugleg
að hafa meiri þolinmæði
að vera fyndnari
að hætta að drekka bjór
í nýjar gallabuxur og vetrarskó
Þá veit ég það. Þá vitið þið það. En svona þegar ég lít yfir þetta þá er þetta nokkuð gerlegur listi.
laugardagur, október 22, 2005
sykurlaus opal, truno og barnapössun
hver er ábyrgur fyrir því að koma með nýtt útlit á opal pakkana sykurlausu? ég er búin að kvíða þessu í nokkur ár, búin að kvíða því að það sé eitthver þarna úti með nógu mikil völd og nógu lélegan smekk, sem komi svona slysi á markaðinn.
en ég keypti mér samt einn. og sykurlausa appelsín í plasti.
í gær fór ég á trúnó með píparanum mínum og svo fór ég líka á trúnó með tveimur konum hjá Orkuveitunni. Sigrún í þjónustuverinu og Unni í innheimtudeildinni. Öll þrjú trúnóin áttu sér stað fyrir klukkan 12 á hádegi. Mér liggur stundum e-ð svo margt á hjarta.
í fyrradag sá ég líka strák sem ég passaði þegar ég var 12 ára og hann var 2 ára. Ég fékk alveg í magann, fannst þetta svo spennandi. En svo þorði ég ekki að fara til hans og segja við hann "elskan, ég var að passa þig og þá varstu bara svooona lítill! og stilla höndinni við uþb hálfan meter.
annars er ég bara búin að vera að halda uppá frábæra hátíð er kennd er við loftbylgjur eða airwaves eins og á frummálinu.
bæjó
en ég keypti mér samt einn. og sykurlausa appelsín í plasti.
í gær fór ég á trúnó með píparanum mínum og svo fór ég líka á trúnó með tveimur konum hjá Orkuveitunni. Sigrún í þjónustuverinu og Unni í innheimtudeildinni. Öll þrjú trúnóin áttu sér stað fyrir klukkan 12 á hádegi. Mér liggur stundum e-ð svo margt á hjarta.
í fyrradag sá ég líka strák sem ég passaði þegar ég var 12 ára og hann var 2 ára. Ég fékk alveg í magann, fannst þetta svo spennandi. En svo þorði ég ekki að fara til hans og segja við hann "elskan, ég var að passa þig og þá varstu bara svooona lítill! og stilla höndinni við uþb hálfan meter.
annars er ég bara búin að vera að halda uppá frábæra hátíð er kennd er við loftbylgjur eða airwaves eins og á frummálinu.
bæjó
miðvikudagur, október 12, 2005
Þa er það hafið...
enn einu sinni. Airwaves það er að segja. Alltaf í október breytist ég í excel fíkil með þráhyggju fyrir skipulagi og röð og reglu. Verð líka vinnu fíkill. Gleymi stund og stað og verð unicorn. Höfuð mitt beinist aðeins að einu markmiði; Gera airwaves að betri og betri hátíð. Betri í ár en í fyrra. Í fyrra var hún stórkostleg. Ég man eftir mér og Hr. Rauð standa á Nasa, hönd í hönd og grenjandi úr gleði. Ó svo mikil hamingja. Ó svo mikið stolt.
Ég er þessi sem er með þráhyggju fyrir litlu hlutunum. Þeir verða að vera í lagi líka.
Á meðan airwaves er árlegur hlutur í mínu lífi í október eru aðrir, ekki alveg svo árlegir, hlutir að gerast.
Jáh,
gaman
að
því.
er það ekki bara?
Ég er þessi sem er með þráhyggju fyrir litlu hlutunum. Þeir verða að vera í lagi líka.
Á meðan airwaves er árlegur hlutur í mínu lífi í október eru aðrir, ekki alveg svo árlegir, hlutir að gerast.
Jáh,
gaman
að
því.
er það ekki bara?
föstudagur, október 07, 2005
íslenskur háskólanemandi nú á íslandi svo í san fransisco
ég gekk öruggum skrefum í gegnum lessalinn á 3.hæð á þjóðarbókhlöðunni. allir horfðu á mig. og ég lét eins og ég væri hér daglega. henti mér á eitt borð og kom mér fyrir. þá rann það upp fyrir mér afhverju allir horfðu á mig. ég var með 2 hennes og mauritz verðmiða hangandi á mér. þar af annan í húfunni.
þetta fannst mér einstaklega töff.
að öðru;
í gær hoppaði ég af gleði. söng og hló. fékk fiðrildi í mallann, setti hendurnar uppí loft og öskraði "yeah"!
jáh það er svo gaman þegar draumarnir rætast. í febrúar fer ég ásamt team11 til SanFransisco. þar munum við dveljast í tæpa 4 mánuði og vinna verkefni.
nú sit ég á bás 19 á þriðju hæð á þjóðó.
og hlusta á "if youre going to san fransisco be sure to wear some flowers in your hair"
á repeat
þetta fannst mér einstaklega töff.
að öðru;
í gær hoppaði ég af gleði. söng og hló. fékk fiðrildi í mallann, setti hendurnar uppí loft og öskraði "yeah"!
jáh það er svo gaman þegar draumarnir rætast. í febrúar fer ég ásamt team11 til SanFransisco. þar munum við dveljast í tæpa 4 mánuði og vinna verkefni.
nú sit ég á bás 19 á þriðju hæð á þjóðó.
og hlusta á "if youre going to san fransisco be sure to wear some flowers in your hair"
á repeat
fimmtudagur, október 06, 2005
islande dúús poauh
komin til landsins. Landsins sem er með rigningu og sól á sama tíma. Landsins þar sem maður er alltaf í kapphlaupi við klukkuna. Landsins þar sem franskur garðyrkjumaður auglýsir grimmt á strætisvögnum borgarinnar. Landsins þar sem allt er grúví, allt er töff og landsins þar sem minn venn og family er! Ekki slæmt.
Búið að vera mikið að gera síðan flugvélin lennti í Kebblæk. Og það eru svo ótrúlega spennandi tímar framundan og meira en nóg að gera. Gæti grenjað af gleði.
bæjó í bili
Búið að vera mikið að gera síðan flugvélin lennti í Kebblæk. Og það eru svo ótrúlega spennandi tímar framundan og meira en nóg að gera. Gæti grenjað af gleði.
bæjó í bili
mánudagur, október 03, 2005
Lithaen?
Þar sem ég var klukkuð 3 eða 4 sinnum ætla ég að nota klukkformið hið ó svo vinsæla til að koma nokkrum staðreyndum frá mér um Litháen.
1. Veit ekki hvort þetta er skrifið LitHÁen eða LitÁHen
2. Reynar finnst mér ég ekki hafa verið í Litháen, heldur meira svona 5 stjörnu hótel landi.
3. Ég fór alltaf beint í risa stóra þykka akkúrat mjúka hótel sloppinn um leið og ég gekk inní herbergið mitt.
4. Ég stal sloppnum ekki þegar ég fór, ekki af því að ég er svo saklaus, heldur af því að ég man því miður voða lítið eftir því að hafa pakkað.
5. Ég hef aldrei spilað golf en ég eyddi föstudeginum í það að halda golf námskeið, í formi teambuilding.
6. Komst að því að maður getur nokkurn veginn fengið fólk til að gera hvað sem er. Bara ef maður kann réttu handtökin. Og nota sjarmann...
7. Mér og tveimur bekkjarbræðrum fannst það ó svo góð hugmynd að fara að færa húsgögn frá hótelganginum inná herbergi og þegar við vöknuðum var eitt stykki sófi, 2 stólar, 2 borð, planta og lampi fyrir framan okkur.
8. Allt bragðast betur þegar það er ókeypis. Það er líka gaman að hafa einkaþjóna.
9. Sá aldrei spA-ið, þetta var líka hörkuvinna þessi ferð. Mjög stíft prógram. Bæði með workshop og svo að vera í gala dinnerum
10. Átti date við Patrek sem kom með einkabílstjóra uppá hótel og tók við mig viðtal sem mun birtast í TímaritiMorgunblaðisins. Á myndinni sem fylgir er ég klædd í hótelbaðsloppinn.
11. Komst í miðbæ Vilnius snemma á sunnudagsmorgun. Fór beint í litháenskan súpermarkað og keypti happaþrennur og fanta. Sígarettupakkinn kostaði 80 krónur.
12. Móskító fjölskylda drakk blóð úr ökklanum mínum. Þar að leiðandi varð ég eins og kasólett 80 kona, eða kona með falda ökkla og svo vessaði líkamssafa úr bitunum.
13. Ég fékk svo sterk lyf við ofnæminu að ég varð dópuð. Mátti ekki drekka. Gerði það samt. Og sofnaði í miðju hláturskasti á barnum.
14. Við í Team 11 erum mjög sátt við framnistöðu okkar sem process leaders. Við lærðum heilmikið sem á eftir að nýtast okkur í stóra verkefninu seinna í haust.
15. Er núna með post depression. Sakna team11. En hlakka til að koma heim... Nú er það bara lúlla. Og svo lestin. Og svo flugvélin og svo Leifur og svo mamma og amma. Og svo Reykjavík.
SJáumst. Ég set inn myndir fljótt.
Bæjó
1. Veit ekki hvort þetta er skrifið LitHÁen eða LitÁHen
2. Reynar finnst mér ég ekki hafa verið í Litháen, heldur meira svona 5 stjörnu hótel landi.
3. Ég fór alltaf beint í risa stóra þykka akkúrat mjúka hótel sloppinn um leið og ég gekk inní herbergið mitt.
4. Ég stal sloppnum ekki þegar ég fór, ekki af því að ég er svo saklaus, heldur af því að ég man því miður voða lítið eftir því að hafa pakkað.
5. Ég hef aldrei spilað golf en ég eyddi föstudeginum í það að halda golf námskeið, í formi teambuilding.
6. Komst að því að maður getur nokkurn veginn fengið fólk til að gera hvað sem er. Bara ef maður kann réttu handtökin. Og nota sjarmann...
7. Mér og tveimur bekkjarbræðrum fannst það ó svo góð hugmynd að fara að færa húsgögn frá hótelganginum inná herbergi og þegar við vöknuðum var eitt stykki sófi, 2 stólar, 2 borð, planta og lampi fyrir framan okkur.
8. Allt bragðast betur þegar það er ókeypis. Það er líka gaman að hafa einkaþjóna.
9. Sá aldrei spA-ið, þetta var líka hörkuvinna þessi ferð. Mjög stíft prógram. Bæði með workshop og svo að vera í gala dinnerum
10. Átti date við Patrek sem kom með einkabílstjóra uppá hótel og tók við mig viðtal sem mun birtast í TímaritiMorgunblaðisins. Á myndinni sem fylgir er ég klædd í hótelbaðsloppinn.
11. Komst í miðbæ Vilnius snemma á sunnudagsmorgun. Fór beint í litháenskan súpermarkað og keypti happaþrennur og fanta. Sígarettupakkinn kostaði 80 krónur.
12. Móskító fjölskylda drakk blóð úr ökklanum mínum. Þar að leiðandi varð ég eins og kasólett 80 kona, eða kona með falda ökkla og svo vessaði líkamssafa úr bitunum.
13. Ég fékk svo sterk lyf við ofnæminu að ég varð dópuð. Mátti ekki drekka. Gerði það samt. Og sofnaði í miðju hláturskasti á barnum.
14. Við í Team 11 erum mjög sátt við framnistöðu okkar sem process leaders. Við lærðum heilmikið sem á eftir að nýtast okkur í stóra verkefninu seinna í haust.
15. Er núna með post depression. Sakna team11. En hlakka til að koma heim... Nú er það bara lúlla. Og svo lestin. Og svo flugvélin og svo Leifur og svo mamma og amma. Og svo Reykjavík.
SJáumst. Ég set inn myndir fljótt.
Bæjó