mánudagur, janúar 03, 2005

Jólafríið mitt...

er að mínu mati og minna vinkvenna ábyggilega það allra skemmtilegasta í mörg ár. Það er greinilegt að úthald eykst á meðan geirurnar hanga meira suður en fyrir 10 árum. Hins vegar get ég ekki farið út í nein smáatriði kvavarðar áramótaþrenningsDjammið, því það er ekki talið smart að name-droppa í íslensku nútímasamfélagi í dag.

Mér tókst samt sem áður, ásamt Svösnu darling, að vera veislustjóri í brúðkaupi ársins... og það með 5 mín fyrirvara í þokkabót! Við rúlluðum því að sjálfsögðu upp. Til hamingju elsku Anna og Sibbi. Við vonum að nóttin hafi verið notaleg á Nordica. obb obb;)

Mér tókst líka að missa símann minn í klósettið og láta ræna veskinu mínu og eyða heilli nótt ásamt perlunum og syngja í SingStar. Það er góð afþreying. Sérstaklega eftir að hafa verið fullur í 3 daga. Þá er röddin svo sessý.

Ég er ánægð með lífið. Ekki ánægð með veðrið. Ekki ánægð með öfugsnúna sólarhringinn. Ánægð með vinkonur mínar, þær standa sig svo vel! Veit ekki hvað oft ég hef tekið REALITY CHECK MOMENT... fokked upp! En það er mest skemmtilegt að mínu mati!

Bráðum fer ég aftur til Árósarinnar minnar. Hlakka til og kvíði fyrir.´
Hlakka til að hitta alla og koma "heim", fá rútínu á ný,en kvíði fyrir því hvað ég þarf að gera mikið og það er JANúAR!

Meira seinna, ætla að taka eitt lag með Maríu í SingStar. Við erum svo góður Dúett sko. Kl. 16.00 og við vorum að vakna. Sitjum hérna á Aragötunni með kertaljós og þar er orðið dimmt úti og rok og rigning.

SNillD!

2 ummæli:

huxy sagði...

gleðilegt ár, elsku dillibossi ... sjáumst við eitthvað ... nokkuð? við rmb förum 11. til trektar

benony sagði...

Frábært að jólafríið þitt var svona gott!! Þú kannt líka að lifa lífinu elskan, ég hef sjaldan heyrt þig tala um slæmt frí á Íslandi.

Miss jú wanna kiss jú