mánudagur, janúar 31, 2005

Hér kemur listi yfir hápunkta helgarinnar, þess má geta að þetta er ritskoðaður listi....

nr.1: þegar bíllinn sem ég ætlaði að legja var klesstur og ég fór á næstu leigu og fékk einn 2var sinnum dýrari...oh!
nr.2 þegar við keyrðum á 180 á þýskum autobahn með becks í einni og sígó í hinni og sungum "american pie" í botn
nr.3 þegar ég komst aðþví að ég myndi gista með 8 strákum, þar af 3 ókunnugum í herbergi á bresku svitasport hosteli í rauða hverfinu, já já bara gaman...
nr.4 þegar 3 af 4 strákunum fóru heim kl.1 á fös nótt vegna ofuránægju sinnar á frelsi þess sem Holland bíður uppá, hmmm!
nr.5 þegar ég og strákur númer 4 fórum að dansa cha cha cha á asískum hóruklúbbi þar sem ég var eina stelpan(kúnni þeas) og það var pornó á skjám út um allt
nr.6 vera búin að ná í dótið í utrecht, ó þvílíkur léttir
nr.7 borðuðum besta mat í heimi á æðislegum restaurant og skrifuðum þjóninum og kokkinum bréf til að bera kokkinum okkar kveðjur og hrós
nr.8 hitta hollensku vini mína á ný eftir marga mánuði, og hitta Hjört og sænsku sætu
nr.9 drekka bjór
nr.10 drekka kokteila
nr.11 syngja á Damtorgi fyrir gesti og gangandi
nr.12 þegar sveitti feiti maðurinn með vindilinn kom og rak Janice út af herberginu okkar þar sem hún var laumugestur
nr.13 kúra í bílnum á leiðinni til baka, eru engin mörk fyrir sjúski?
nr.14 komast í hrein föt og hreint rúm hjá Martine við heimkomu. ummm

nr.15-30 kemst ekki hér á spjöld internetsins, gæti einfaldlega valdið misskilningi og þörf á útskýringum, og það er bara allt of tímafrekt!

næst á dagskrá: flytja, er það ekki bara það besta í heimi: flytja á 2. í þynnku, mánudagur

en það er síðasti dagur leiðinlegasta mánuðs ársins... þvílík heppni!!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

stuuuud!!
Pant koma med thér í næsta roadtrip!!! :)

kv matthildur

Nafnlaus sagði...

ansi margir góðir hápunktar
öddi

Nafnlaus sagði...

Ég fékk ekki ís, ég fékk plómu
ö

Dilja sagði...

nei það eru nokkrir hápunktar í janúar! Kollan og Saran verða alltaf árinu eldri í janúar! það er ekki leiðinlegt...

já mattapatta, við förum í roadtrip á stöðina í dag og svo á Skjolhoij (eða hvernig sem það er skrifað)