laugardagur, janúar 15, 2005

"Það er ekki lengur hægt að segja:
Þetta er ekki hægt.
Það er ekki lengur hægt að segja:
Þetta má ekki.
Það er ekki lengur hægt að segja:
Það hefur áreiðanlega enginn áhuga á þessu og best að taka því bara rólega."

Þetta eru að vísu orð Þorsteins Joð(heyrið þið hann ekki alveg segja þetta??).
En það er einmitt svona hugafar sem er kennt við hann KaosPilot minn. Mér til mikillar ánægju.

Þess vegna hef ég notað veikindi mín í að bóka ferð til Vínar, kaupa mér bók um Heimildarmyndagerð fyrir byrjendur á Amazon. Bókað ferð til Íslands. Leitað að videocameru á góðu verði. Hana mun ég svo kaupa og reyna að læra að festa hugmyndir mínar á filmu ásamt því að klippa þær saman. Skapar æfingin svo ekki bara meistarann???

Eftir eitt ár ætla ég allavegana að vera búin að framkvæma ýmislegt sem svona hindranir eins og hér að ofan eru búin að koma í veg fyrir...ÆTLA GET ÞAÐ MUN ÞAÐ!!!

Þetta er Diljá Ámundadóttir sem talar frá rúminu sínu eftir 68+26 tíma legu.
Greinilegt að það eru þar sem hlutirnir gerast hahahah... Ég er frelsuð.

Amen

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Kaupa ferd til Vínar? med skólanum eda? hvenar?
Kaupa ferd til Islands? fyrir sumarid eda?

Thad er aldeilis,, ég skal gera æfingarprógram fyrir tig, en tú gerir áættlunar prógram fyrir mig....

Kv. Matthildur

xxx sagði...

jáms.. rúmið er staðurinn! Það er greinilegt.

Nafnlaus sagði...

með skolanum til vínar? Já Jón er náttlega þar eins og töluðum um...cazmaz

Dilja sagði...

Já ég er að fara með Hörpu til Vínar, og einmitt planið að hringja í Jón. Svo er það ísland um páskana:)