miðvikudagur, febrúar 18, 2004

Ég verð alltaf svo sybbin á milli 5 og 7, er byrjuð að venja mig á það að koma heim eftir skóla, fá mér te (ekkert smá mikil temenning hérna í kommúnunni) kjafta aðeins við stelpurnar, og svo alltaf að leggja mig smá. Mikið er svona blundur, dúr eða kría alveg rosalega ofsalega afskaplega þægileg athöfn! mmmm

Annars er kvöldið bara búið að fara í hangs og hvítvínsdrykkju og súkkulaði át. Ásamt sápunni umtöluðu (Milaan er búin að segja Charlie(sem er sko stelpa, þessi í hjólastólnum) að hann sé ástfangin af Sjors og Charlie henti candyfloss í Sjors af því hún var svo reið) og svo horfðum við á Idols hollenska. Sem er gaman að gera. Ég held að ég sé smá tipsý núna. Af hvítvíninu. Er núna að horfa á heimildarþátt um hollenska dvergafjölskyldu. Mér finnst dvergar dúllulegir. Þau voru að segja núna að þau geti ekki notað hraðbanka. Og svo kynntust þau við tökur á myndinni Willow. Ég var einmitt að spá í því um daginn hvar þeir hefðu reddað öllum þessu frjálslyndu dvergum.

Á morgun set ég fleiri myndir inn, þetta er svolítið skemmtilegt að vera komin með svona myndir. Verð að segja eins og er.

ps. mig langar í meira súkkulaði!! hvar er sjálfsaginn, hvar er metnaðurinn??? Ætla að fá mér sígó útum gluggan og gá hvort það drepi ekki súkkúlöngunina...

Engin ummæli: