sunnudagur, febrúar 15, 2004

Akkúrat núna er klukkan hálf þrjú um nótt

Akkúrat núna var ég að koma heim af þorrablóti íslendinga félagsins í Hollandi

Akkúrat núna fyrir 7 árum var ég að missa meydóminn

Akkúrat núna er ég að hlusta á lagið Slip into something more comfortable með Kinobe, en svo skemmtilega vill til að ég er ný búin að fara eftir fyrirmælum titilsins

Akkúrat núna er ég með sviðsultu, reyktan lax og lifrapilsu pakkað inní sellófan ofan í rauðu feikleðurtöskunni minni. Ég stal þessu af þorrablótinu. Við Benni gátum ekki ákveðið okkur hvort við ættum að skammast okkar á meðan við vorum að þessu eða hvort við ættum vera stoltir íslendingar

AKkúrat núna finnst mér setningin "mikið lifandi skelfingar ósköp er gaman að vera svolítið hífaður" við hæfi. Já og bara góð setning í lagi...

Akkúrat núna langar mig svo að hitta manneksju sem er svo langt frá mér. Æ hvað þetta er skrýtið líf...

Akkúrat núna ætla ég að fara að lesa í bókinni "Dýrðlegt fjöldasjálfsmorð" e. Arto Paaslinna

En annars: TAkk fyrir kvöldið Hugrún, Benni og Hjörtur. Djöfílaégykkur!!!

Engin ummæli: