föstudagur, febrúar 20, 2004

Á fimmtudögum er ég alltaf í fríi. Yfirleitt reyni ég að nota hann í e-ð skynsamlegt... í dag nennti ég því ekki þannig að ég plataði Rochelle húsfélugu mína í hangs. Við fórum og leigðum þrjár spólur, eða disklínga. Alltaf svo ágætt að hanga bara og hafa ekki samviskubit. Stelpunum finnst þægilegast að hanga í herberginu mínu. Þeim finnst það svo hlýlegt. Spurðu að meira að segja áðan hvort þær mættu vera hérna inni hjá mér um helgina á meðan ég verð að carnivalast í Eindhoven.

Já, svona loksins er birtuhönnunarhæfileiki minn að skila sér. Ég tók mig líka ti áðanl, á meðan stelpurnar elduðu, og hannaði betri birtu í eldhúsinu. Hengdi upp jólaseríur og svona. Miklu betra! Þoli ekki bara svona einn rússa í loftinu. En það er nú löngu orðið frægt í mínum vinahóp *hinthint*:)

Svo hringdi Harpa líka í kvöld. Alltaf svo gaman að fá Hörpusímtöl. Allt öppdeitað og analyserað:) Minni hina á HEIMSFRELSIÐ, 1000kall, 152 mín!

Svo var ég að fatta afhverju nammið VINEGUMS heitir víngúmmí, en það er af því að á hlaupunum stendur: vodka, whiskey, saki (mmm) og púrt. Það væri nú skemmtilegt ef það væri í alvöru smá prómill í þessum hlaupum. Maður gæti bara verið að fá sér aðeins í tímum og virkað rosa aktívur nemandi, svona verbally séð. Mér finnst ég nefnilega alltaf tala svo góða hollensku eftir nokkra bjóra.

En já... ég er farin að sofa og svo tekur bara CARNIVAL við á morgun.... úfff!!! þEtta verður e-ð svakalegt held ég.

Engin ummæli: