mánudagur, september 15, 2003

Diljá, stúlkan á hjólinu

thá er ég komin á hjól. Graent Ömmuhjól. Ég var ad labba í baenum ádan og hitti djÖnkí sem baud mér hjól á 20 evrur. Sem er mjÖg lítid midad vid hjól. Ég skellti mér audvitad á thetta og svo thurfti ég ad hjóla í svona klukkutíma thangad til ég fann búd sem selur stóra og góda lása. Keypti einn á 19 evrur...
Madur á samt ekki ad stunda thessi vidskipti, en mér er alveg sama, ég veit ad thessu hjóli verdur stolid eda rústad innan árs. Svona gengur thetta einfaldlega fyrir sig hér í landinu er kennt er vid hol.

Í dag er ég líka búin ad stofna hollenskan bankareikning, kaupa eina skólabók og reyna ad fá landvistarleyfi og reyna fá kassana mína úr tollinum, en eins og ádur hefur komid fram ganga hlutirnir ekki eins audveldlega fyrir sig og ég myndi vilja. Í kvÖld aetla ég ad laera heima og svo ad horfa á sjónvarpid. Horfa á sjónvarpid í tómu herbergi á dýnu og med eitt kerti. Jä svona er stúdentalífid mitt. En thetta er bara svona núna í nokkra daga... Stundum langar mig samt ad fella nokkur tár af sjálfsvorkunn, en thad gerir thetta ekkert betra....

ps. hérna í hollandi er allt lokad til 13.00 á mánudÖgum. Gódur sidur, get ekki sagt annad.

Engin ummæli: