miðvikudagur, febrúar 19, 2003

Vikan hjá mér er hálfnuð, ég er búin að gera allt og ekkert síðan hún hófst. Á mánudaginn fór ég eftir vinnu að elda hjá harps og undirbúa generalinn, að sjálfsögðu tókum við líka eitt stykki spólu sem ekki var horft á.....það eru e-r álög yfir mér og vinkonum mínum. Við gerum þetta svo OFT!!

Í gær komst ég að því að tölvan mín sem ég helt að væri bara búin að krassa væri bara batteríslaus, eeehhuuummm! Já ljóskugenin eru ennþá í mér þrátt fyrir nýja brúna hárið, þannig að ég skellti mér til hárgreiðslukonunnar minnar, hennar Svanhvítar sætu. Hún sturtaði tveimur brúsum af brúnum lit í endalaust fallega hárið mitt. Nú ætti ég að vera alveg laus við ljóskugen. Enda finn ég hvað ég er einbeitt og meðvituð um umhverfi mitt í dag:)

'i kvöld var ég að spá hvort ég ætti að skella mér í leikhús, þeas ef það er e-r sýning í kvöld. Vill e-r koma með mér?

Engin ummæli: