fimmtudagur, febrúar 13, 2003

Ég er e-ð ótrúlega hress í dag, ekki það að ég sé yfirleitt e-ð blúsuð, bara klukkan slær ennþá svo snemmt. Ég er yfirleitt ekki komin í gírinn fyrr en um 10.00.
Kannski er það af því að ég er að hlusta á svo skemmtilega músik. Kannski er það afvþí að ég er svo stolt af mér að hafa mætt fyrst af öllum í vinnunna í morgun. Það er e-ð sem gerist ekki oft. Mín fyrstu viðbrögð voru dauðsfall, eða er þær að stríða mér? eða: já er klukkan mín e-ð vitlaus. Ég gat einfaldlega ekki trúað því að ÉG væri mætt fyrst af öllum. Einfaldlega þekkt fyrir e-ð annað svona í morgunsárið!

Í Kvennó var klappað fyrir mér ef ég mætti í fyrsta tíma kl. 8.10. Mig minnir að ég hafi heyrt þetta lófaklapp svona fimm sinnum, hehhh. En ég meina: ég er stúdent....bara vel útsofin stúdent:)

Engin ummæli: